Erlent

Sjúkrahúsi í Colorado Springs lokað

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu í Colorado Springs síðastliðinn föstudag.
Frá aðgerðum lögreglu í Colorado Springs síðastliðinn föstudag. Vísir/Getty
Sjúkrahúsi í Colorado Springs hefur verið lokað en þar liggja nokkrir þeirra sem særðust í skotárás á heilsugæslustöðinni Planned Parenthood síðastliðinn föstudag. Fréttaveita Reuters segir engar frekari upplýsingar liggja fyrir og hefur lögreglan neitað að tjá sig um málið.

Bandaríska fréttastöðin KKTV 11 News segir sjúklinga hafa fengið símtöl þar sem tímum sem þeir áttu bókaða var aflýst.

Maðurinn sem grunaður er um árásina á heilsugæslustöðinni síðastliðinn föstudag, þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar, er í haldi lögreglu en honum er þrír létu lífið í árásinni, lögreglumaður og tveir óbreyttir borgarar.


Tengdar fréttir

Einfari sem faldi mat og seldi málverk

Nágrannar árásarmannins sem myrti 3 og særði 9 vegna andstöðu sinni við fóstureyðingar segja fregnir föstudagsins hafa komið sér í opna skjöldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×