Menning

Íslenskur myndlistarnemi ætlar að dvelja nakinn inni í kassa í viku

Almar ætlar að vera inni í kassanum í eina viku.
Almar ætlar að vera inni í kassanum í eina viku.
Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í  Listaháskólanum. Hann er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla. Hægt er að fylgjast með Almari í gegnum beint streymi hér fyrir neðan.

mbl.is greindi fyrst frá málinu, en þar er Almar spurður að því hvernig hann ætli að nærast og gera þarfir sínar. Hann segist ætla að láta þau atriði ráðast af sjálfu sér, fólk geti komið mat inn til hans í gegnum lúgu og þá geti hann hent hlutum út um aðra lúgu í kassa á gólfinu.

Almar er nú kominn með drykkjarföng, salernispappír og annað lauslegt í kassann sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.