Engin "þau“ í samfélaginu, bara "við“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Móðir Kamzy hafði áhyggjur af stjórnmálaþátttöku hennar. "Ég flúði ekki frá skothríðinni í Srí Lanka til að hægt væri að skjóta á þig í Noregi.“ Fréttablaðið/Ernir „Þegar ég byrjaði í gagnfræðiskóla byrjaði ég í ungmennasamtökum Tamíla af því að ég vildi vinna gegn þeirri þjóðernishyggju sem yfirvöld í Srí Lanka beittu gegn Tamílum og vinna gegn öllu því óréttlæti sem átti sér stað þar. Ég byrjaði í þessu starfi þegar ég var sextán ára,“ segir Khamshajiny Gunaratnam, gjarnan þekkt sem Kamzy, 27 ára varaborgarstjóri Óslóar, um það hvernig hún byrjaði í stjórnmálum. Hún var stödd á Íslandi um helgina til að kveikja á Óslóartrénu ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Hún kom til Noregs þegar hún var þriggja ára með mömmu sinni og bróður. Pabbi hennar bjó þegar í Norður-Noregi. „Við bjuggum fyrir norðan í um tvö ár og svo fluttum við til Óslóar af því að mamma vildi að ég lærði tamílsku, sem er móðurtunga mín. Ég bjó á nokkrum mismunandi stöðum í austur-Osló sem er mjög menningalega fjölbreytt. Þannig að það var afar gefandi tímabil. Síðan fór ég í framhaldsskóla í vestur-Osló og ég hitti mikið af mismunandi fólki sem var afar ólíkt mér sem var mikill innblástur. Það er svo áhugavert að geta búið saman í einni borg en bfólk lifir samt svo ólíkum lífsstílum.“Undir lok framhaldsskólans áttaði hún sig á því að hún þyrfti að vera mun virkari til að hugmyndir hennar næðu fram að ganga. Það var ekki nóg að starfa bara innan ungmennahreyfingar Tamíla. Nítján ára í borgarstjórnHún var í fyrsta sinn sett á framboðslista árið 2006 þegar hún var átján ára og var svo kosin í borgarstjórn þegar hún var nítján ára og varð varaborgarstjóri nú í október. „Ég var mikið með augun á skipulagsmálunum og hef líka verið í námi við mannvistarlandfræði. Ég vildi verða eitthvað á borð við formaður nefndar en svo 48 klukkustundum áður en nýja borgarstjórnin var mynduð var mér sagt að ég ætti að verða varaborgarstjóri,“ segir hún. „Ég sagði bara nei, spyrjið einhvern annan! En þau sögðu mér að við þyrftum að endurspegla nýja kynslóð og nýja hluta Óslóar og alla þá sem finnst þeir ekki hafa rödd í borgarstjórninni. Þess vegna spurðu þau mig.“ Í upphafi fannst henni þetta yfirþyrmandi af því að hún var svo ung. En hún telur að af því hún sé svo ung er mun fleira ungt fólk sem lætur sig málefni borgarinnar varða. „Til dæmis fórum við í heimssókn í skóla um daginn. Það var alþjóðlegur dagur umburðarlyndis. Og þarna var strákur sem að spurði mig hvað það þýddi fyrir þau að ég væri ung og í borgarstjórn. Ég svaraði á þá vegu að í fyrsta lagi tala ég á sama hátt og þið, ég nota ekki skrifræðismál, og í öðru lagi er að þegar þú ert ungur leyfist manni að ögra kerfinu. Það er stór hluti af mér og ég vil vera þannig þegar ég verð orðin fimmtug líka,“ segir hún hlæjandi. Komst lífs af frá Útey„Foreldrar mínir koma frá landi þar sem staðan er þannig að ef þú ert Tamíli og þátttakandi í stjórnmálum þá verður þú vafalaust drepinn. Þegar ég sagði mömmu minni að ég hefði áhuga á stjórnmálum varð hún áhyggjufull. Það er nokkuð kaldhæðið í ljósi þess að ég eyddi miklum tíma í að segja henni að í Noregi er það öruggt að vera í stjórnmálum.“ Kamzy er ein þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik á sumarbúðir ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þann 22. júlí 2011. Hún synti til lands í stað þess að vera eftir á eyjunni. Móðir hennar var í Danmörku þennan dag en Kamzy hringdi í hana til að segja henni að hún væri örugg. „Þá sagði hún við mig að hún hefði ekki flúið frá skothríðinni í Srí Lanka til að hægt væri að skjóta á mig í Noregi.“ Þurfum ævilanga baráttu Kamzy fór ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Cecilie Landsverk sendirherra Noregs á Íslandi að minningarlundinum um fórnarlömbin þann 22. Júlí 2011.Mynd/ReykjavíkurborgEftir árásina í Ósló og Útey var norskt samfélag upptekið af því hvernig ætti að bregðast við eftir árásirnar. Fjölmargir dást að nálgun Norðmanna sem gjarnan endurspeglast í orðum Jens Stoltenbergs fyrrverandi forsætisráðherra Noregs: „Svarið við árásunum er meira lýðræði og opnara samfélag.“ „Ábyrgð okkar er að tryggja það að enginn alist upp til að verða hryðjuverkamaður eins og Breivik,“ segir Kamzy. „Það þýðir að öllum manneskjum finnist þau vera hluti af samfélaginu. Til dæmis erum við með 3.000 börn sem eru að bíða eftir leikskólaplássi í Ósló, við erum með mismunandi tómstundir sem eru bara aðgengilegar efnuðu fólki og foreldrum, við erum með fullt af fólki sem dettur út úr skólakerfinu. Við verðum að tryggja að fólk sé þátttakendur í öllum stigum samfélagsins. Þetta er umræðan sem við eigum að halda á lofti eftir 22. júlí.“ Hún segir að borgarstjórnin í Osló hugsi mikið út í það hvernig skipulag borgarinnar geti dregið úr öfgum og fordómum. „Í Osló hugsum við mikið um það hvernig við getum byggt borgina okkar. Til dæmis viljum við ekki byggja bara stórar íbúðir í einu hverfi og smáar annarsstaðar, heldur reynum við að byggja upp borg sem hýsir fjölbreytt samfélag. Það þýðir ekki bara að við reynum að blanda saman fólki af öllum þjóðernum heldur fólki frá öllum stigum lífsins. Hennar skilaboð eftir hryðjuverkaárásirnar í París eru þau sömu og fyrir fjórum árum. Hún segir að það sé ábyrgð allra í samfélaginu að berjast gegn öfgum. „Ég hef ávallt sagt fyrir hönd minna föllnu félaga að við þurfum ekki mínútu þögn heldur ævilanga baráttu fyrir betra samfélagi. Mín skilaboð eru þau sömu og eftir 22. júlí. Stöndum saman. Að sundra samfélaginu er sigur fyrir hryðjuverkamennina. Það eru engin „þau“ í samfélaginu, bara „við“. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
„Þegar ég byrjaði í gagnfræðiskóla byrjaði ég í ungmennasamtökum Tamíla af því að ég vildi vinna gegn þeirri þjóðernishyggju sem yfirvöld í Srí Lanka beittu gegn Tamílum og vinna gegn öllu því óréttlæti sem átti sér stað þar. Ég byrjaði í þessu starfi þegar ég var sextán ára,“ segir Khamshajiny Gunaratnam, gjarnan þekkt sem Kamzy, 27 ára varaborgarstjóri Óslóar, um það hvernig hún byrjaði í stjórnmálum. Hún var stödd á Íslandi um helgina til að kveikja á Óslóartrénu ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Hún kom til Noregs þegar hún var þriggja ára með mömmu sinni og bróður. Pabbi hennar bjó þegar í Norður-Noregi. „Við bjuggum fyrir norðan í um tvö ár og svo fluttum við til Óslóar af því að mamma vildi að ég lærði tamílsku, sem er móðurtunga mín. Ég bjó á nokkrum mismunandi stöðum í austur-Osló sem er mjög menningalega fjölbreytt. Þannig að það var afar gefandi tímabil. Síðan fór ég í framhaldsskóla í vestur-Osló og ég hitti mikið af mismunandi fólki sem var afar ólíkt mér sem var mikill innblástur. Það er svo áhugavert að geta búið saman í einni borg en bfólk lifir samt svo ólíkum lífsstílum.“Undir lok framhaldsskólans áttaði hún sig á því að hún þyrfti að vera mun virkari til að hugmyndir hennar næðu fram að ganga. Það var ekki nóg að starfa bara innan ungmennahreyfingar Tamíla. Nítján ára í borgarstjórnHún var í fyrsta sinn sett á framboðslista árið 2006 þegar hún var átján ára og var svo kosin í borgarstjórn þegar hún var nítján ára og varð varaborgarstjóri nú í október. „Ég var mikið með augun á skipulagsmálunum og hef líka verið í námi við mannvistarlandfræði. Ég vildi verða eitthvað á borð við formaður nefndar en svo 48 klukkustundum áður en nýja borgarstjórnin var mynduð var mér sagt að ég ætti að verða varaborgarstjóri,“ segir hún. „Ég sagði bara nei, spyrjið einhvern annan! En þau sögðu mér að við þyrftum að endurspegla nýja kynslóð og nýja hluta Óslóar og alla þá sem finnst þeir ekki hafa rödd í borgarstjórninni. Þess vegna spurðu þau mig.“ Í upphafi fannst henni þetta yfirþyrmandi af því að hún var svo ung. En hún telur að af því hún sé svo ung er mun fleira ungt fólk sem lætur sig málefni borgarinnar varða. „Til dæmis fórum við í heimssókn í skóla um daginn. Það var alþjóðlegur dagur umburðarlyndis. Og þarna var strákur sem að spurði mig hvað það þýddi fyrir þau að ég væri ung og í borgarstjórn. Ég svaraði á þá vegu að í fyrsta lagi tala ég á sama hátt og þið, ég nota ekki skrifræðismál, og í öðru lagi er að þegar þú ert ungur leyfist manni að ögra kerfinu. Það er stór hluti af mér og ég vil vera þannig þegar ég verð orðin fimmtug líka,“ segir hún hlæjandi. Komst lífs af frá Útey„Foreldrar mínir koma frá landi þar sem staðan er þannig að ef þú ert Tamíli og þátttakandi í stjórnmálum þá verður þú vafalaust drepinn. Þegar ég sagði mömmu minni að ég hefði áhuga á stjórnmálum varð hún áhyggjufull. Það er nokkuð kaldhæðið í ljósi þess að ég eyddi miklum tíma í að segja henni að í Noregi er það öruggt að vera í stjórnmálum.“ Kamzy er ein þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik á sumarbúðir ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þann 22. júlí 2011. Hún synti til lands í stað þess að vera eftir á eyjunni. Móðir hennar var í Danmörku þennan dag en Kamzy hringdi í hana til að segja henni að hún væri örugg. „Þá sagði hún við mig að hún hefði ekki flúið frá skothríðinni í Srí Lanka til að hægt væri að skjóta á mig í Noregi.“ Þurfum ævilanga baráttu Kamzy fór ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Cecilie Landsverk sendirherra Noregs á Íslandi að minningarlundinum um fórnarlömbin þann 22. Júlí 2011.Mynd/ReykjavíkurborgEftir árásina í Ósló og Útey var norskt samfélag upptekið af því hvernig ætti að bregðast við eftir árásirnar. Fjölmargir dást að nálgun Norðmanna sem gjarnan endurspeglast í orðum Jens Stoltenbergs fyrrverandi forsætisráðherra Noregs: „Svarið við árásunum er meira lýðræði og opnara samfélag.“ „Ábyrgð okkar er að tryggja það að enginn alist upp til að verða hryðjuverkamaður eins og Breivik,“ segir Kamzy. „Það þýðir að öllum manneskjum finnist þau vera hluti af samfélaginu. Til dæmis erum við með 3.000 börn sem eru að bíða eftir leikskólaplássi í Ósló, við erum með mismunandi tómstundir sem eru bara aðgengilegar efnuðu fólki og foreldrum, við erum með fullt af fólki sem dettur út úr skólakerfinu. Við verðum að tryggja að fólk sé þátttakendur í öllum stigum samfélagsins. Þetta er umræðan sem við eigum að halda á lofti eftir 22. júlí.“ Hún segir að borgarstjórnin í Osló hugsi mikið út í það hvernig skipulag borgarinnar geti dregið úr öfgum og fordómum. „Í Osló hugsum við mikið um það hvernig við getum byggt borgina okkar. Til dæmis viljum við ekki byggja bara stórar íbúðir í einu hverfi og smáar annarsstaðar, heldur reynum við að byggja upp borg sem hýsir fjölbreytt samfélag. Það þýðir ekki bara að við reynum að blanda saman fólki af öllum þjóðernum heldur fólki frá öllum stigum lífsins. Hennar skilaboð eftir hryðjuverkaárásirnar í París eru þau sömu og fyrir fjórum árum. Hún segir að það sé ábyrgð allra í samfélaginu að berjast gegn öfgum. „Ég hef ávallt sagt fyrir hönd minna föllnu félaga að við þurfum ekki mínútu þögn heldur ævilanga baráttu fyrir betra samfélagi. Mín skilaboð eru þau sömu og eftir 22. júlí. Stöndum saman. Að sundra samfélaginu er sigur fyrir hryðjuverkamennina. Það eru engin „þau“ í samfélaginu, bara „við“.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira