Giroud skaut Arsenal áfram í Meistaradeildinni | Sjáið þrennu Frakkans í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2015 18:08 Olivier Giroud fagnar einu af mörkum sínum. Vísir/EPA Franski framherjinn Olivier Giroud sá um að skjóta Arsenal áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Arsenal á útivelli á móti gríska liðinu Olympiakos. Olympiakos nægði jafntefli í leiknum og mátti líka tapa 1-0 og 2-1. Arsenal-menn sýndu styrk og karakter með því að klára leikinn sannfærandi eftir smá basl í byrjun. Arsenal-liðið hefur þar með komist áfram úr riðlakeppninni á sautján tímabil í röð. Arsenal endar í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Olympiakos en betri árangur í innbyrðisviðureignum. Bayern München fékk sex stigum meira og vann riðilinn. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í London en fékk bara að spila í fjórar mínútur í þessum leik. Hann kom inná í stöðunni 3-0 fyrir Arsenal og gat lítið gert. Olympiakos byrjaði leikinn vel og átti í fullu tré við Arsenal-liðið fyrstu tuttugu mínúturnar. Aide Brown Ideye fékk fyrsta færi leiksins á tólftu mínútur og á þeirri tuttugustu voru heimamenn aftur nálægt því að skora þegar Felipe Pardo fékk gott skotfæri en hitti ekki markið. Arsenal fór þá að ranka við sér og Mathieu Flamini átti skot í slána á 25. mínútu eftir undirbúning Joel Campbell. Fjórum mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir í leiknum og það var mikið léttir fyrir enska liðið. Olivier Giroud kom þá Arsenal í 1-0 á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Ramsey. Laurent Koscielny var nálægt því að skora sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks en skaut sem betur fer yfir eigið mark. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn fjögurra mínútna gamall þegar Olivier Giroud var búinn að koma Arsenal-liðinu í 2-0. Olivier Giroud fékk þá boltann eftir laglegan undirbúning Joel Campbell og skoraði sitt annað mark í leiknum. Olivier Giroud kláraði síðan þrennuna og um leið leikinn þegar hann kom Arsenal í 3-0 með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Vonir heimamanna voru nánast út enda þurfti liðið nú að skora þrjú mörk til að komast í sextán liða úrslitin.Giroud kemur Arsenal í 1-0 Giroud kemur Arsenal í 2-0 Giroud fullkomnar þrennuna og kemur Arsenal í 3-0 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Franski framherjinn Olivier Giroud sá um að skjóta Arsenal áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Arsenal á útivelli á móti gríska liðinu Olympiakos. Olympiakos nægði jafntefli í leiknum og mátti líka tapa 1-0 og 2-1. Arsenal-menn sýndu styrk og karakter með því að klára leikinn sannfærandi eftir smá basl í byrjun. Arsenal-liðið hefur þar með komist áfram úr riðlakeppninni á sautján tímabil í röð. Arsenal endar í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Olympiakos en betri árangur í innbyrðisviðureignum. Bayern München fékk sex stigum meira og vann riðilinn. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í London en fékk bara að spila í fjórar mínútur í þessum leik. Hann kom inná í stöðunni 3-0 fyrir Arsenal og gat lítið gert. Olympiakos byrjaði leikinn vel og átti í fullu tré við Arsenal-liðið fyrstu tuttugu mínúturnar. Aide Brown Ideye fékk fyrsta færi leiksins á tólftu mínútur og á þeirri tuttugustu voru heimamenn aftur nálægt því að skora þegar Felipe Pardo fékk gott skotfæri en hitti ekki markið. Arsenal fór þá að ranka við sér og Mathieu Flamini átti skot í slána á 25. mínútu eftir undirbúning Joel Campbell. Fjórum mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir í leiknum og það var mikið léttir fyrir enska liðið. Olivier Giroud kom þá Arsenal í 1-0 á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Ramsey. Laurent Koscielny var nálægt því að skora sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks en skaut sem betur fer yfir eigið mark. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn fjögurra mínútna gamall þegar Olivier Giroud var búinn að koma Arsenal-liðinu í 2-0. Olivier Giroud fékk þá boltann eftir laglegan undirbúning Joel Campbell og skoraði sitt annað mark í leiknum. Olivier Giroud kláraði síðan þrennuna og um leið leikinn þegar hann kom Arsenal í 3-0 með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Vonir heimamanna voru nánast út enda þurfti liðið nú að skora þrjú mörk til að komast í sextán liða úrslitin.Giroud kemur Arsenal í 1-0 Giroud kemur Arsenal í 2-0 Giroud fullkomnar þrennuna og kemur Arsenal í 3-0
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira