Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 14:34 Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Þetta kom fram í aðalmeðferð í CLB-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meirihluti lánsins var notaður til að greiða upp lán Harlow við Kaupþing Lúxemborg. Það lán hafði verið notað sem eiginfjárframlag Harlow í eignarhaldfélagið Partridge sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank. Þá vissi Ólafur heldur ekki að Partridge fékk 125 milljóna evra lán frá Kaupþingi til að mæta veðköllum frá Deutsche vegna skuldabréfakaupanna. Gaf skýrslu í gegnum síma frá Kvíabryggju Skuldabréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir viðskiptin og vill saksóknari meina að viðskiptin hafi verið gerð með það að markmiði að lækka skuldatryggngarálag. Ólafur, sem gaf skýrslu í dag í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju þar sem hann afplánar dóm vegna Al Thani-málsins, sagði fyrir dómi að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, hefði kynnt umrædd viðskipti upphaflega fyrir sér. Saksóknari sagði þá að Hreiðar hefði sagt fyrir dómi að Ólafur hefði átt frumkvæði að viðskiptunum. Ólafur svaraði því til að hann kannaðist ekki við það en nefndi að Hjörleifur Jakobsson hefði rætt við Hreiðar en ekki fyrir tilstilli hans. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Áhættulítil viðskipti fyrir Ólaf Ólafur sagðist hafa veitt stjórn Harlow umboð til að taka 130 milljóna evra lán hjá ótilgreindri fjármálastofnun og svo 125 milljóna evra lán hjá Deutsche Bank. Hann vissi svo ekki af því þegar félagið fékk lánið frá Kaupþingi og þá gat Ólafur ekki svarað því hvers vegna bankinn var að svara veðkalli sem var beint að félagi í hans eigu.Saksóknari spurði Ólaf hvers vegna hann hefði gengið til þessara viðskipta og svaraði hann því til að þau hefðu falið í sér litla áhættu fyrir hann. Aðspurður hvort eitthvað hefði legið fyrir um hvað yrði af hagnaði viðskiptanna, ef hann yrði einhver, sagði Ólafur að rætt hefði verið um að hagnaðurinn færi í styrkja eigin fé hjá fyrirtækjum sem áttu í lánsviðskiptum við Kaupþing.„Er ég ekki búinn að svara þessu?“Undir lok skýrslutökunnar spurði saksóknari hvort það væri rétt skilið hjá honum að Ólafur hafi ekki vitað að á tæpum mánuði hafi skuldbindingar hans við Kaupþing aukist um 250 milljónir.„Er ég ekki búinn að svara þessu?” sagði Ólafur þá. „Það var sem sagt þannig?“ spurði saksóknari en fékk ekkert svar frá Ólafi. Í málinu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Þetta kom fram í aðalmeðferð í CLB-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meirihluti lánsins var notaður til að greiða upp lán Harlow við Kaupþing Lúxemborg. Það lán hafði verið notað sem eiginfjárframlag Harlow í eignarhaldfélagið Partridge sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank. Þá vissi Ólafur heldur ekki að Partridge fékk 125 milljóna evra lán frá Kaupþingi til að mæta veðköllum frá Deutsche vegna skuldabréfakaupanna. Gaf skýrslu í gegnum síma frá Kvíabryggju Skuldabréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir viðskiptin og vill saksóknari meina að viðskiptin hafi verið gerð með það að markmiði að lækka skuldatryggngarálag. Ólafur, sem gaf skýrslu í dag í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju þar sem hann afplánar dóm vegna Al Thani-málsins, sagði fyrir dómi að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, hefði kynnt umrædd viðskipti upphaflega fyrir sér. Saksóknari sagði þá að Hreiðar hefði sagt fyrir dómi að Ólafur hefði átt frumkvæði að viðskiptunum. Ólafur svaraði því til að hann kannaðist ekki við það en nefndi að Hjörleifur Jakobsson hefði rætt við Hreiðar en ekki fyrir tilstilli hans. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Áhættulítil viðskipti fyrir Ólaf Ólafur sagðist hafa veitt stjórn Harlow umboð til að taka 130 milljóna evra lán hjá ótilgreindri fjármálastofnun og svo 125 milljóna evra lán hjá Deutsche Bank. Hann vissi svo ekki af því þegar félagið fékk lánið frá Kaupþingi og þá gat Ólafur ekki svarað því hvers vegna bankinn var að svara veðkalli sem var beint að félagi í hans eigu.Saksóknari spurði Ólaf hvers vegna hann hefði gengið til þessara viðskipta og svaraði hann því til að þau hefðu falið í sér litla áhættu fyrir hann. Aðspurður hvort eitthvað hefði legið fyrir um hvað yrði af hagnaði viðskiptanna, ef hann yrði einhver, sagði Ólafur að rætt hefði verið um að hagnaðurinn færi í styrkja eigin fé hjá fyrirtækjum sem áttu í lánsviðskiptum við Kaupþing.„Er ég ekki búinn að svara þessu?“Undir lok skýrslutökunnar spurði saksóknari hvort það væri rétt skilið hjá honum að Ólafur hafi ekki vitað að á tæpum mánuði hafi skuldbindingar hans við Kaupþing aukist um 250 milljónir.„Er ég ekki búinn að svara þessu?” sagði Ólafur þá. „Það var sem sagt þannig?“ spurði saksóknari en fékk ekkert svar frá Ólafi. Í málinu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.
Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53
Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20