„Draumaviðskipti“ þar sem allir myndu græða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 13:07 Magnús Guðmundsson í dómsal og verjendurnir Gestur Jónsson og Kristín Edwald. vísir/stefán Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira