„Draumaviðskipti“ þar sem allir myndu græða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 13:07 Magnús Guðmundsson í dómsal og verjendurnir Gestur Jónsson og Kristín Edwald. vísir/stefán Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi. Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi.
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira