Enski boltinn

Glæsilegur Giroud oft gagnrýndur of mikið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oliver Giroud, framherji Arsenal, er búinn að skora átta mörk í ensku úrvalsdeildinni og tíu mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Þrátt fyrir framlag sitt hjá Lundúnarliðinu nýtur hann ekki alltaf sannmælis og yfir það var farið í Messu gærkvöldsins á Stöð 2 Sport 2 HD.

„Hann er oft gagnrýndur nokkuð harkalega en ef við skoðum þessi mörk hans þá er þetta hörku framherji,“ sagði Hjörvar Hafliðason og beindi orðum sínum að Arnari Gunnlaugssyni.

„Gamla Arsenal var alltaf með svona framherja en svo kom tímabil þar sem liðið vildi helst taka þríhyrninga inn í markið. Af því hann er ekki þessi Arsenal-týpa er fólk að kvabba um hvort hann sé nógu góður til að vera þarna.“

„Á móti sumum liðum er hann byrjunarliðsmaður númer eitt og á móti sumum liðum er hann það ekki. En það er frábært að vera með hann í hóp,“ sagði Arnar.

Hjörvar bætti þá við: „Ég ef stundum sagt að hann sé í röngum umbúðum. Hann er glæsilegur maður en er í raun sóknarfauti. Hans styrkleiki er bara að fá boltann í líkamann. Hann er óhemju hraustur.“

Hægt er að sjá alla umræðuna og mörk Frakkans á tíambilinu í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Messan: Neisti í Gylfa | Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson átti ágætan leik þegar Swansea steinlá, 0-3, fyrir Leicester City í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×