Pólitíska vinnan er eftir á Loftslagsráðstefnunni Svavar Hávarðsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Næstu þrjá daga reyna stjórnmálamenna að finna leið að loftslagssamningi. fréttablaðið/kjartan „Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins. Loftslagsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
„Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins.
Loftslagsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira