Breytingartillögur meirihlutans eru á þriðja hundrað talsins Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ræðustól Alþingis. Fréttablaðið/Vilhelm Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var tekið úr fjárlaganefnd um helgina. Frumvarpið er því tilbúið til annarrar umræðu með breytingartillögum og nefndaráliti. Umræður fara fram á morgun, þriðjudag. Með nýjustu breytingartillögunum er gert ráð fyrir að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði mun minni en þeir 15,3 milljarðar sem gert var ráð fyrir í upphafi. Lagðir eru nokkrir fjármunir í eflingu innviða vítt og breitt um landið. Breytingartillögur meirihlutans eru á þriðja hundrað talsins og því líklegast að umræður í þinginu verði fjörlegar og þær muni taka nokkurn tíma. Vigdís Hauksdóttir er ánægð með þær breytingartillögur sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til að þessu sinni. Í heildina leggur nefndin til fjárútlát upp á 8,8 milljarða króna. „Mér líst vel á þessar breytingar. Hér erum við að forgangsraða í grunnstoðir samfélagsins og ég tel að þingmenn geti verið ánægðir með hvernig til hefur tekist. Enn gerum við ráð fyrir hallalausum fjárlögum sem skiptir sköpum í að lækka skuldir ríkissjóðs,“ segir Vigdís en telur líklegt að frumvarpið verði rætt í þaula. „Ég sem formaður fjárlaganefndar vona að allir þingmenn taki til máls í þessu mikilvægasta máli þingsins á hverju ári, sem fjárlögin eru.“Oddný HarðardóttirOddný Harðardóttir, sem situr í minnihluta fjárlaganefndar, segir sárvanta fjármagn til Landspítala og til aldraðra. „Það sker í augu að ekki er gert ráð fyrir hækkun á kjörum eldri borgara frá 1. maí 2015 eins og lægstu laun gerðu. Þannig sitja aldraðir eftir. Það er líka áberandi að það skorti fé til Landspítalans. Ekki eru gerðar tillögur til að bæta við fé vegna fjölgunar sjúklinga. Það þýðir í raun niðurskurð sem því nemur. Við þurfum engar greiningar til að sýna okkur þá stöðu, hún er augljós,“ segir Oddný. Í greinargerð meirihlutans er gerð grein fyrir útgjaldaþróun nokkurra eftirlitsstofnana. Kemur í ljós að útgjaldaaukning stofnana frá árinu 2007 til 2016 er 60 prósent; var rúmir 8,2 milljarðar árið 2007 en er nú 13,1 milljarður króna. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var tekið úr fjárlaganefnd um helgina. Frumvarpið er því tilbúið til annarrar umræðu með breytingartillögum og nefndaráliti. Umræður fara fram á morgun, þriðjudag. Með nýjustu breytingartillögunum er gert ráð fyrir að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði mun minni en þeir 15,3 milljarðar sem gert var ráð fyrir í upphafi. Lagðir eru nokkrir fjármunir í eflingu innviða vítt og breitt um landið. Breytingartillögur meirihlutans eru á þriðja hundrað talsins og því líklegast að umræður í þinginu verði fjörlegar og þær muni taka nokkurn tíma. Vigdís Hauksdóttir er ánægð með þær breytingartillögur sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til að þessu sinni. Í heildina leggur nefndin til fjárútlát upp á 8,8 milljarða króna. „Mér líst vel á þessar breytingar. Hér erum við að forgangsraða í grunnstoðir samfélagsins og ég tel að þingmenn geti verið ánægðir með hvernig til hefur tekist. Enn gerum við ráð fyrir hallalausum fjárlögum sem skiptir sköpum í að lækka skuldir ríkissjóðs,“ segir Vigdís en telur líklegt að frumvarpið verði rætt í þaula. „Ég sem formaður fjárlaganefndar vona að allir þingmenn taki til máls í þessu mikilvægasta máli þingsins á hverju ári, sem fjárlögin eru.“Oddný HarðardóttirOddný Harðardóttir, sem situr í minnihluta fjárlaganefndar, segir sárvanta fjármagn til Landspítala og til aldraðra. „Það sker í augu að ekki er gert ráð fyrir hækkun á kjörum eldri borgara frá 1. maí 2015 eins og lægstu laun gerðu. Þannig sitja aldraðir eftir. Það er líka áberandi að það skorti fé til Landspítalans. Ekki eru gerðar tillögur til að bæta við fé vegna fjölgunar sjúklinga. Það þýðir í raun niðurskurð sem því nemur. Við þurfum engar greiningar til að sýna okkur þá stöðu, hún er augljós,“ segir Oddný. Í greinargerð meirihlutans er gerð grein fyrir útgjaldaþróun nokkurra eftirlitsstofnana. Kemur í ljós að útgjaldaaukning stofnana frá árinu 2007 til 2016 er 60 prósent; var rúmir 8,2 milljarðar árið 2007 en er nú 13,1 milljarður króna.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira