Fótbolti

Aukaspyrnumark Ljalic dugði Inter til sigurs

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/getty
Inter náði toppsætinu á ný með 1-0 sigri á Genoa en leiknum lauk rétt í þessu. Eina mark leiksins kom úr aukaspyrnu en þar var að verki serbneski miðjumaðurinn Adem Ljalic.

Napoli náði toppsætinu af Inter í síðustu umferð með 2-1 sigri á heimavelli en lærisveinar Roberto Mancini voru fljótir að hrifsa til sín toppsætið á ný en Napoli gæti náð því aftur með sigri gegn Bologna á morgun.

Þetta var áttundi 1-0 sigur Inter á tímabilinu sem hefur aðeins fengið á sig átta mörk í fyrstu fimmtán leikjunum en fjögur þeirra komu gegn Fiorentina.

Í fyrri leik dagsins missti Roma tvö stig úr hendi sér eftir að Torino jafnaði metin á 94. mínútu leiksins. Miralem Pjanic kom Roma yfir tíu mínútum áður en leikmönnum Roma tókst ekki að halda út síðustu mínútur leiksins.

Úrslit dagsins:

Torino 1-1 Roma

Inter 1-0 Genoa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×