Þurfa að ferja farþega til Víkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2015 15:37 Björgunarsveitarfólk hjá Víkverja á vafalítið annasamt kvöld fyrir höndum. Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember. Veður Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember.
Veður Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira