Innlent

Ofsaveður í kortunum: Vindhviður gætu farið yfir 50 metra á sekúndu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Veðurstofan varar við stormi á landinu síðdegis á morgun og ofsaveðri við Öræfajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjöll og í Vestmannaeyjum.
Veðurstofan varar við stormi á landinu síðdegis á morgun og ofsaveðri við Öræfajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjöll og í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan varar við stormi á landinu síðdegis á morgun og ofsaveðri við Öræfajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjöll og í Vestmannaeyjum.

Í athugasemd frá veðurfræðingi á vef Veðurstofunnar kemur fram að hviður gætu farið yfir 50 metra á sekúndu við Öræfajökul og undir Eyjafjöllum. Úrkoma á þessum slóðum mun byrja sem snjókoma, en verður svo að slyddu með tilheyrandi krapa á vegum. Því verður ekkert ferðaveður með suðurströndinni á morgun.

Veðrið verður verst syðst en það hvessir ennig annars staðar á landinu. Undir kvöld verður því víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur með skafrenningi og síðar snjókomu er úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið.

Veðurstofan vekur jafnframt athygli á því að á laugardaginn er útlit fyrir norðanstorm með stórhríð á norðanverður landinu, en sunnan til verða stöku él og skafrenningur.

Austfirðir gætu sloppið framan af laugardegi í mun hægari vindi en síðdegis á laugardag mun hvessa þar með ofankomu.

Á sunnudag er svo útlit fyrir að lægi og létti til en þá er spáð talsverðu frosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×