Erlent

Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Lögreglan í San Bernardino felldi í nótt par sem grunað var um að hafa skotið fjórtán manns til bana og sært að minnsta kosti sautján til viðbótar á samkomu í borginni. Fólkið, sem var á þrítugsaldri, var vopnað bæði skammbyssum og rifflum og um tíma var óttast að það hefði skilið eftir sprengjur á vettvangi. Grunur leikur á að árásarmennirnir hafi verið þrír talsins, en sá þriðji er nú í haldi lögreglu.

Parið flúði vettvang á svartri jeppabifreið. Lögregla elti fólkið uppi og skaut það til bana eftir að hafa króað það af. Enn er með öllu óljóst hvers vegna þau frömdu þetta voðaverk, en skotárásin er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá árinu 2012, þegar tuttugu og sex féllu í árás á skóla í Newton í Connecticut.

Fjölmiðlar ytra hafa nafngreint fólkið; maðurinn hét Syed Rizwan Farook og var 28 ára. Konan hét Tashfeen Malik og var tuttugu og sjö ára. Maðurinn var starfmaður heilbrigðiseftirlitsins í borginni, en samkoman var á vegum eftirlitsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×