Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Snærós Sindradóttir skrifar 4. desember 2015 06:00 Svala Ísfeld Ólafsdóttir rannsakaði dómana og einkenni þeirra. Fréttablaðið/Valli Oftar er sakfellt í nauðgunarmálum hjá unglingsstúlkum þar sem þolandi og gerandi þekkjast ekki á verknaðarstundu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala rannsakaði dóma Hæstaréttar frá 1920 til 2015 þar sem þolandi brots var unglingsstúlka, á aldrinum 13 til 17 ára. Dómarnir voru 32 talsins en mikill meirihluti þeirra féll á árunum 1992 til 2015, eða 27 þeirra. Í átján málum þekktust þolandi og gerandi ekkert. Þau voru kunningjar í þremur og þekktust í tólf málum. Þetta rímar ekki við tölur um nauðganir hjá Stígamótum, samtökum sem hjálpa þolendum í kjölfar kynferðisbrots. Í tölum Stígamóta var gerandi ókunnugur í fjórðungi mála árið 2014. Hann var vinur eða kunningi í 36 prósentum mála, maki í 24 prósentum mála og frændi eða frænka í tæplega þremur prósentum mála.Algengara að þolandi og gerandi þekkist ekki Svala segir að skoðun dómanna leiði í ljós að algengara sé að þolandi og gerandi þekkist ekki. „Málin sem dæmd eru í Hæstarétti einkennast af því að kært er strax, aðilar þekkjast ekki og eins þá styðja áverkar framburð þolandans,“ segir Svala. Sakfelling er líklegri ef líkamlegir áverkar eru á þolanda þegar leitað er til læknis eftir nauðgun eða í 76 prósentum tilfella. Þolendur leituðu læknis eða fóru á neyðarmóttöku í 90 prósentum tilvika. 64 prósent brotanna voru kærð innan sólarhrings. Aðeins tvisvar var sakfellt þegar eitt til fimm ár voru liðin frá nauðguninni. Allir gerendur neituðu sök nema tveir. Rannsóknin verður frekar kynnt á málþingi á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst í dag undir yfirskriftinni: Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna. Tengdar fréttir Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00 Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast Heiða Kristín Helgadóttir vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál. 27. nóvember 2015 12:48 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Oftar er sakfellt í nauðgunarmálum hjá unglingsstúlkum þar sem þolandi og gerandi þekkjast ekki á verknaðarstundu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala rannsakaði dóma Hæstaréttar frá 1920 til 2015 þar sem þolandi brots var unglingsstúlka, á aldrinum 13 til 17 ára. Dómarnir voru 32 talsins en mikill meirihluti þeirra féll á árunum 1992 til 2015, eða 27 þeirra. Í átján málum þekktust þolandi og gerandi ekkert. Þau voru kunningjar í þremur og þekktust í tólf málum. Þetta rímar ekki við tölur um nauðganir hjá Stígamótum, samtökum sem hjálpa þolendum í kjölfar kynferðisbrots. Í tölum Stígamóta var gerandi ókunnugur í fjórðungi mála árið 2014. Hann var vinur eða kunningi í 36 prósentum mála, maki í 24 prósentum mála og frændi eða frænka í tæplega þremur prósentum mála.Algengara að þolandi og gerandi þekkist ekki Svala segir að skoðun dómanna leiði í ljós að algengara sé að þolandi og gerandi þekkist ekki. „Málin sem dæmd eru í Hæstarétti einkennast af því að kært er strax, aðilar þekkjast ekki og eins þá styðja áverkar framburð þolandans,“ segir Svala. Sakfelling er líklegri ef líkamlegir áverkar eru á þolanda þegar leitað er til læknis eftir nauðgun eða í 76 prósentum tilfella. Þolendur leituðu læknis eða fóru á neyðarmóttöku í 90 prósentum tilvika. 64 prósent brotanna voru kærð innan sólarhrings. Aðeins tvisvar var sakfellt þegar eitt til fimm ár voru liðin frá nauðguninni. Allir gerendur neituðu sök nema tveir. Rannsóknin verður frekar kynnt á málþingi á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst í dag undir yfirskriftinni: Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna.
Tengdar fréttir Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00 Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast Heiða Kristín Helgadóttir vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál. 27. nóvember 2015 12:48 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00
Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast Heiða Kristín Helgadóttir vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál. 27. nóvember 2015 12:48