Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2015 20:31 Vigdís Hauksdóttir(til vinstri) og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (til hægri) horfa mismunandi augum á úttekt á rekstri Landspítala Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung." Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung."
Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48