Fótbolti

Styrktaraðilar FIFA setja pressu á sambandið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. vísir/getty
Helstu styrktaraðilar Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hafa tekið höndum saman um að setja pressu á framkvæmdastjórn sambandsins.

Adidas, McDonald's, Coca-Cola, Visa og Budweiser hafa sent FIFA bréf þar sem fyrirtækin krefjast þess að óháður aðili fái að fylgjast með því hvernig FIFA ætli að endurheimta virðingu sína.

Upphaflega áttu fyrirtækin að fá meðlimi í nefndina sem mun standa að því að breyta sambandinu en á endanum var þeim aðeins boðin ráðgjafarstaða.

„Gagnsæi, virðing fyrir mannréttindum, heilindi og jafnrétti er á meðal þeirra hluta sem verða að vera í lagi hjá FIFA í framtíðinni. Það er nauðsynlegt líka að breyta menningunni hjá sambandinu," segir meðal annars í bréfinu.

Nýr forseti FIFA verður kosinn þann 26. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×