Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í gærkvöld að Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, skyldi taka sæti Lífar Magneudóttur flokkssystur sinnar í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þá verður Sóley jafnframt formaður ráðsins.
Sjá einnig: Sóley ýtir Líf til hliðar
Þetta var samþykkt á níunda tímanum í gærkvöldi. Sex sátu hjá í atkvæðagreiðslunni; Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Jóna Björg Sætran í Framsókn, Halldór Auðar Svansson Pírati og Elsa Yeoman í Bjartri framtíð.
Líf hafði gegnt formennsku í mannréttindaráði borgarinnar um nokkurt skeið. Hún var skipuð formaður ráðsins þegar meirihluti var myndaður í borginni í júní 2014 en á sama tíma tók Sóley við hlutverki forseta borgastjórnar.
Sóley í stað Lífar

Tengdar fréttir

Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn
Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð.