Gísli Marteinn stefnir að því að flytja nakta nemann í sjónvarpssal Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. desember 2015 19:41 Gísli Marteinn vill hafa Almar hjá sér í Efstaleiti næsta föstudagskvöld. Áform eru uppi um að Almar Atlason, einnig þekktur sem „Maðurinn í kassanum“, muni verja hluta næsta föstudagskvölds í myndveri í Efstaleiti. Nú fyrir skemmstu ræddi sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson við hann um að vera gestur í þætti hans, Vikan með Gísla Marteini, og virtist Almar taka vel í það. „Úlfur Grönvold yrði annar þeirra sem kæmu til að sækja þig. Hinn er Egill Eðvarðsson. Þeir eru báðir myndlistarmenntaðir,“ heyrist Gísli Marteinn segja við Almar sem kinkar þá kolli. Sjónvarpsmaðurinn nefnir það einnig að það ætti að vera hægt að koma því í kring að halda vefstreyminu áfram á meðan flutningnum í Efstaleitið stæði. Ef allt gengi eftir ætti þessi svaðilför ekki að taka meir en tvær klukkustundir. „Við stelum honum í tvo tíma og hann verður í stúdíóinu. Á leiðinni upp eftir yrði sama sjónarhornið og hér og hann yrði þar í hálftíma áður en þátturinn færi í loftið. Svo að þætti loknum myndum rúlla honum aftur hingað,“ segir Gísli. Almar er 23 ára myndlistarnemi á fyrsta ári en hann ætlar að dvelja heila viku í glerkassanum. Meðan hann er í kassanum mun hann ekki mæla orð en getur þó haft samskipti við fólk með bendingum, hreyfingum og með því að skrifa á miða. Gestir og gangandi geta litið við og kíkt á hann en að auki er hægt að fylgjast með útsendingu á vefnum allan sólarhringinn.#nakinnikassa Tweets Menning Tengdar fréttir Kallinn í kassanum sagður vera sóði Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en gríðarleg umræða hefur skapast um þennan gjörning á Twitter. 1. desember 2015 14:31 Dagur 2 - #nakinníkassa: "Voðalega geta menn leyft sér að sofa lengi“ Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum. 1. desember 2015 09:42 Íslenskur myndlistarnemi ætlar að dvelja nakinn inni í kassa í viku Verður í beinni útsendingu á Youtube. 30. nóvember 2015 14:08 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Áform eru uppi um að Almar Atlason, einnig þekktur sem „Maðurinn í kassanum“, muni verja hluta næsta föstudagskvölds í myndveri í Efstaleiti. Nú fyrir skemmstu ræddi sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson við hann um að vera gestur í þætti hans, Vikan með Gísla Marteini, og virtist Almar taka vel í það. „Úlfur Grönvold yrði annar þeirra sem kæmu til að sækja þig. Hinn er Egill Eðvarðsson. Þeir eru báðir myndlistarmenntaðir,“ heyrist Gísli Marteinn segja við Almar sem kinkar þá kolli. Sjónvarpsmaðurinn nefnir það einnig að það ætti að vera hægt að koma því í kring að halda vefstreyminu áfram á meðan flutningnum í Efstaleitið stæði. Ef allt gengi eftir ætti þessi svaðilför ekki að taka meir en tvær klukkustundir. „Við stelum honum í tvo tíma og hann verður í stúdíóinu. Á leiðinni upp eftir yrði sama sjónarhornið og hér og hann yrði þar í hálftíma áður en þátturinn færi í loftið. Svo að þætti loknum myndum rúlla honum aftur hingað,“ segir Gísli. Almar er 23 ára myndlistarnemi á fyrsta ári en hann ætlar að dvelja heila viku í glerkassanum. Meðan hann er í kassanum mun hann ekki mæla orð en getur þó haft samskipti við fólk með bendingum, hreyfingum og með því að skrifa á miða. Gestir og gangandi geta litið við og kíkt á hann en að auki er hægt að fylgjast með útsendingu á vefnum allan sólarhringinn.#nakinnikassa Tweets
Menning Tengdar fréttir Kallinn í kassanum sagður vera sóði Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en gríðarleg umræða hefur skapast um þennan gjörning á Twitter. 1. desember 2015 14:31 Dagur 2 - #nakinníkassa: "Voðalega geta menn leyft sér að sofa lengi“ Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum. 1. desember 2015 09:42 Íslenskur myndlistarnemi ætlar að dvelja nakinn inni í kassa í viku Verður í beinni útsendingu á Youtube. 30. nóvember 2015 14:08 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kallinn í kassanum sagður vera sóði Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en gríðarleg umræða hefur skapast um þennan gjörning á Twitter. 1. desember 2015 14:31
Dagur 2 - #nakinníkassa: "Voðalega geta menn leyft sér að sofa lengi“ Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum. 1. desember 2015 09:42
Íslenskur myndlistarnemi ætlar að dvelja nakinn inni í kassa í viku Verður í beinni útsendingu á Youtube. 30. nóvember 2015 14:08
Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39