Fótbolti

Litla baunin hættir ekki að skora

Stefán Árni Pálsson skrifar
Javier Hernandez er að standa sig vel með Bayer Leverkusen.
Javier Hernandez er að standa sig vel með Bayer Leverkusen. Vísir/Getty
Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þar ber líklega helst að nefna fínan sigur Köln á Borussia Dortund, 2-1. Dortmund komst yfir í leiknum en Köln jafnaði á 83. mínútu og tryggði liðið sér sigurinn rétt fyrir leikslok.

Bayern Munchen vann Hannover 1-0 en eina mark leiksins skoraði Thomas Muller. Þá vann Bayer Leverkusen Ingolstadt 1-0 og það var enginn annar en Javier Hernandez sem skoraði eina mark leiksins. Hann hefur gert fleiri mörk en allt Manchester United liðið á tímabilinu en leikmaðurinn var einmitt seldur frá félaginu í sumar. Litla baunin hefur skorað 17 mörk á tímabilinu.

Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins en Bayern Munchen er sem fyrr í langefsta sæti deildarinnar.

Eintracht Frankfurt 2 - 1 Werder Bremen

FC Köln 2 - 1 Borussia Dortmund

Hamburger SV 0 - 1 Augsburg

Hannover 96 0 - 1 Bayern Munchen

Ingolstadt 0 - 1 Bayer Leverkusen

VfB Stuttgart 3 - 1 Wolfsburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×