Erlent

Hataðasti maður internetsins handtekinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Martin Shkreli.
Martin Shkreli. Vísir/Getty
Martin Shkreli, framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals, hefur verið handtekinn og er hann sakaður um fjársvik í tengslum við fyrirtækið Retrophin, sem hann stofnaði. Shkreli er þekktur sem hataðasti maður internetsins, eftir að hann ákvað að hækka verðið á 62 ára gömlu lyfi sem notað er af alnæmissjúklingum um rúmlega fimm þúsund prósent.

Hann er nú sakaður um að nota hlutabréf úr fyrirtæki sem hann stofnaði árið 2011, á ólöglegan hátt til að greiða ótengdar skuldir. Fyrr á árinu, fór Retrophin í mál við Shkreli fyrir að hafa misnotað fjármuni félagsins.

Shkreli keypti einnig nýverið eina eintakið af plötu Wu-Tang Clan.

Samkvæmt frétt Bloomberg hefur málið verið til rannsóknar frá 2012. Mögulega gæti honum verið meinað að stýra félagi á markaði í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×