Bíó og sjónvarp

Nýja stiklan fyrir Independence Day: Resurgence er stórkostleg

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Geimverurnar eru mættar aftur og þær virðast vera brjálaðar.
Geimverurnar eru mættar aftur og þær virðast vera brjálaðar. Skjáskot
Geimverurnar eru mættar aftur og þær virðast vera brjálaðar. Nú eru 19 ár síðan Will Smith og félagar sigruðu geimverurnar í Independence Day og nú á að endurtaka leikinn.

Roland Emmerich, sem leikstýrði fyrri myndinni er mættur aftur ásamt Bill Pullman og Jeff Goldblum. Því miður er enginn Will Smith en Liam Hemsworth leikur hetjuna. Myndin verður frumsýnd á næsta ári.

Sjá einnig: Geimverurnar mæta bálillar til baka í framhaldi Independence day

Svo virðist sem að þráðurinn frá fyrri myndinni sé tekinn upp eftir að bandarísk yfirvöld hafi nýtt sér tæknina frá geimverunum til þess að efla varnir sínar en spurningin er hvort það sé nóg?

Stiklan sjálf er alveg stórkostleg og það lítur allt út fyrir að vel hafi tekist upp með framhald hinnar geysivinsælli Independence Day

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×