Svona forðast þú svindl þegar þú leigir íbúðir á netinu Bjarki Ármannsson skrifar 12. desember 2015 13:43 Fjölmargar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur eru í virkri útleigu á Airbnb. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira