Helga Arnar sviptir hulunni af gjörspilltum írskum stjórnmálamönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2015 11:33 Svo er spurning hvort Helga og félagar í Kastljósinu snúi sér að íslenskum stjórnmálamönnum eftir að svona vel tókst upp á Írlandi. Skjáskot af vef RTÉ Fréttakonan Helga Arnardóttir, einn af blaðamönnum Kastljóss á RÚV, fer á kostum í nýjum fréttaskýringaþætti írska ríkissjónvarpsins RTÉ. Þátturinn var sýndur í sjónvarpi á Írlandi á þriðjudaginn en í honum er Helga látin villa á sér heimildir. Hún er send til móts við írska stjórnmálamenn og athugað hversu langt þeir eru til í að ganga til að þegar að spillingu kemur. Þátturinn hefur vakið mikla athygli á Írlandi. Upphaflega voru tengsl hundruða stjórnmálamanna þar í landi skoðuð með því tilliti hvort þeir væru búnir að gera skil á hagsmunatengslum sínum og eigendahlutum eins og þeim er skylt að gera. Reglur gera ráð fyrir því að stjórnmálamenn á Írlandi geri í ársbyrjun grein fyrir tengslum sem þessum. Sömuleiðis eru reglur sem segja hvernig stjórnmálamenn eiga að bregðast við komi upp hagsmunatengsl í störfum þeirra. Þá eru lögin afar skýr um að stjórnmálamenn mega ekki hagnast sjálfir af störfum sínum sem opinberir starfsmenn. Helga Arnar í símanum.Skjáskot af vef RTÉ Bjuggu til gervifyrirtæki Af fréttaskýringaþættinum má svo sannarlega draga þá ályktun að fjölmargir stjórnmálamenn á Írlandi eru gjörspilltir. Blaðamenn RTÉ höfðu samband við nokkra sem höfðu augljóslega ekki gert grein fyrir hagsmunum. Þeir afsökuðu sig í bak og fyrir, báru fyrir sig misskilningi og gleymsku og ætluðu að bæta úr skráningu hið fyrsta. Blaðamenn RTÉ létu ekki þar við sitja og ákváðu að fara með málið lengra. Til þess að komast að því hve langt spilltir stjórnmálamenn væru tilbúnir að ganga komu þeir á fót fjárfestingafyrirtæki, gervifyrirtæki, undir heitinu Vinst Opportunities. Fyrirtækið var sagt hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í vindorku á Írlandi. Í framhaldinu var haft samband við stjórnmálamenn, sem við athugun RTÉ máti ráða að voru spilltir, og athugað hvort þeir væru til í að aðstoða við að greiða veg Vinst Opportunities gegn greiðslu undir borðið. Niðurstöðurnar voru sláandi. Helga ræði við bæjarstjórann í Monaghan sem vildi dágóða summu í sinn hlut.Skjáskot af vef RTÉ Helga kynnti sig sem Nína Víkur þá sögunni að Helgu sem hringdi í stjórnmálamennina undir nafninu Nína, bar erindið undir þá og kannaði áhuga á verkefninu. Allir voru tilbúnir að aðstoða fyrirtæki Helgu og greiða götu þess en viðbrögð þeirra varðandi hvað þeir ættu að fá út úr samvinnunni voru ólík. Allir vildu þó hagnast persónulega. Einn óskaði eftir tíu þúsund punda upphafsgreiðslu, annar nefndi ekki upphæð en gerði ljóst að hann þyrfti að fá greiðslu eftir krókaleiðum og sá þriðji, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri í bænum Monaghan, gerði Helgu ljóst að hann þyrfti að uppskera vel ætti hann að hjálpa. Myndi verkefnið ganga vel þyrfti summan að vera umtalsverð og ljóst að bæjarfulltrúinn, Hugh McElvaney, átti ekki við neina smápeninga. Allir voru þeir nokkuð varir um sig í samtölum við Helgu, minntu á að fullkominn trúnaður og traust yrði að ríkja þeirra á milli og þetta mætti alls ekki rata í blöðin. „Ef þú bregst mér þá mun ég lýsa yfir stríði,“ sagði McElvaney við Helgu. Viðmælendur Helgu lögðu mikið upp úr því að fullkomið traust yrði að ríkja. Efni fundanna mætti ekki rata í fjölmiðla.Skjáskot af vef RTÉ Afsögn bæjarstjóra Stjórnmálamennirnir reyndu allir að útskýra mál sitt þegar RTÉ upplýsti þá um að fréttaskýringaþátturinn væri í vinnslu og Helga, sem þeir þekktu sem Nínu, hefði verið með falda myndavél á öllum fundum þeirra og öll símtölin hefðu verið tekin upp. Einn fór þá leið að lýsa yfir áhyggjum á birtingu efnisins þar sem þá kæmi í ljós hans viðskiptavit sem aðrir gætu apað eftir og hann tapað á. Þess vegna sagðist hann hneykslaður á fyrirhugaðri birtingu. Fyrrnefndur bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri ákvað að segja af sér en bar fyrir sig aðrar ástæður. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á vefsíðu RTÉ með því að smella hér.Uppfært klukkan 13:48Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Hugh McElvaney væri bæjarstjóri í Monaghan. Hið rétta er að hann hefur verið kosinn bæjarstjóri í fjögur skipti en var bæjarfulltrúi á þeim tíma sem þátturinn var unninn. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Fréttakonan Helga Arnardóttir, einn af blaðamönnum Kastljóss á RÚV, fer á kostum í nýjum fréttaskýringaþætti írska ríkissjónvarpsins RTÉ. Þátturinn var sýndur í sjónvarpi á Írlandi á þriðjudaginn en í honum er Helga látin villa á sér heimildir. Hún er send til móts við írska stjórnmálamenn og athugað hversu langt þeir eru til í að ganga til að þegar að spillingu kemur. Þátturinn hefur vakið mikla athygli á Írlandi. Upphaflega voru tengsl hundruða stjórnmálamanna þar í landi skoðuð með því tilliti hvort þeir væru búnir að gera skil á hagsmunatengslum sínum og eigendahlutum eins og þeim er skylt að gera. Reglur gera ráð fyrir því að stjórnmálamenn á Írlandi geri í ársbyrjun grein fyrir tengslum sem þessum. Sömuleiðis eru reglur sem segja hvernig stjórnmálamenn eiga að bregðast við komi upp hagsmunatengsl í störfum þeirra. Þá eru lögin afar skýr um að stjórnmálamenn mega ekki hagnast sjálfir af störfum sínum sem opinberir starfsmenn. Helga Arnar í símanum.Skjáskot af vef RTÉ Bjuggu til gervifyrirtæki Af fréttaskýringaþættinum má svo sannarlega draga þá ályktun að fjölmargir stjórnmálamenn á Írlandi eru gjörspilltir. Blaðamenn RTÉ höfðu samband við nokkra sem höfðu augljóslega ekki gert grein fyrir hagsmunum. Þeir afsökuðu sig í bak og fyrir, báru fyrir sig misskilningi og gleymsku og ætluðu að bæta úr skráningu hið fyrsta. Blaðamenn RTÉ létu ekki þar við sitja og ákváðu að fara með málið lengra. Til þess að komast að því hve langt spilltir stjórnmálamenn væru tilbúnir að ganga komu þeir á fót fjárfestingafyrirtæki, gervifyrirtæki, undir heitinu Vinst Opportunities. Fyrirtækið var sagt hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í vindorku á Írlandi. Í framhaldinu var haft samband við stjórnmálamenn, sem við athugun RTÉ máti ráða að voru spilltir, og athugað hvort þeir væru til í að aðstoða við að greiða veg Vinst Opportunities gegn greiðslu undir borðið. Niðurstöðurnar voru sláandi. Helga ræði við bæjarstjórann í Monaghan sem vildi dágóða summu í sinn hlut.Skjáskot af vef RTÉ Helga kynnti sig sem Nína Víkur þá sögunni að Helgu sem hringdi í stjórnmálamennina undir nafninu Nína, bar erindið undir þá og kannaði áhuga á verkefninu. Allir voru tilbúnir að aðstoða fyrirtæki Helgu og greiða götu þess en viðbrögð þeirra varðandi hvað þeir ættu að fá út úr samvinnunni voru ólík. Allir vildu þó hagnast persónulega. Einn óskaði eftir tíu þúsund punda upphafsgreiðslu, annar nefndi ekki upphæð en gerði ljóst að hann þyrfti að fá greiðslu eftir krókaleiðum og sá þriðji, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri í bænum Monaghan, gerði Helgu ljóst að hann þyrfti að uppskera vel ætti hann að hjálpa. Myndi verkefnið ganga vel þyrfti summan að vera umtalsverð og ljóst að bæjarfulltrúinn, Hugh McElvaney, átti ekki við neina smápeninga. Allir voru þeir nokkuð varir um sig í samtölum við Helgu, minntu á að fullkominn trúnaður og traust yrði að ríkja þeirra á milli og þetta mætti alls ekki rata í blöðin. „Ef þú bregst mér þá mun ég lýsa yfir stríði,“ sagði McElvaney við Helgu. Viðmælendur Helgu lögðu mikið upp úr því að fullkomið traust yrði að ríkja. Efni fundanna mætti ekki rata í fjölmiðla.Skjáskot af vef RTÉ Afsögn bæjarstjóra Stjórnmálamennirnir reyndu allir að útskýra mál sitt þegar RTÉ upplýsti þá um að fréttaskýringaþátturinn væri í vinnslu og Helga, sem þeir þekktu sem Nínu, hefði verið með falda myndavél á öllum fundum þeirra og öll símtölin hefðu verið tekin upp. Einn fór þá leið að lýsa yfir áhyggjum á birtingu efnisins þar sem þá kæmi í ljós hans viðskiptavit sem aðrir gætu apað eftir og hann tapað á. Þess vegna sagðist hann hneykslaður á fyrirhugaðri birtingu. Fyrrnefndur bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri ákvað að segja af sér en bar fyrir sig aðrar ástæður. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á vefsíðu RTÉ með því að smella hér.Uppfært klukkan 13:48Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Hugh McElvaney væri bæjarstjóri í Monaghan. Hið rétta er að hann hefur verið kosinn bæjarstjóri í fjögur skipti en var bæjarfulltrúi á þeim tíma sem þátturinn var unninn.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira