Auglýsing Clash og Clans með Liam Neeson var vinsælust.
Listar yfir vinsælustu hluti ársins koma nú á færiböndum. Starfsmenn Youtube hafa birt lista yfir vinsælustu auglýsingar myndbandaveitunnar. Í fyrsta sæti er auglýsing leikjaframleiðandans Supercell fyrir Clash of Clans, sem Liam Neeson lék í og var sýnd hálfleik í Superbowl.
Þá er önnur auglýsing frá Supercell á topp tíu listanum. Flestar eiga auglýsingarnar þó sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. Tíu vinsælustu auglýsingar Youtube má sjá hér að neðan.
10. sæti. Superbowl auglýsing Budweiser: Lost Dog.
9. sæti auglýsing Fanpage gegn ofbeldi gegn konum: Slap her.
8. sæti. Auglýsing Samsung fyrir Galaxy S6 og S6 Edge símana.
7. sæti. Smokkaauglýsing Durex.
6. sæti. Auglýsing Always. #LikeAGirl.
5. sæti. Auglýsing Adidas: Unfollow með Lionel Messi.
4. sæti. Auglýsing Boom Beach: Speech.
3. sæti. Auglýsing Ad Council: Love has no labels.
2. sæti. Auglýsing Hyundai : A Message to Space
1. sæti. Auglýsing Clash of Clans: Revenge.