Erlent

Ein milljón flóttamanna yfir Miðjarðahafið

Birgir Olgeirsson skrifar
Flóttamannavandinn í dag sagður sá versti síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Flóttamannavandinn í dag sagður sá versti síðan í seinni heimsstyrjöldinni. vísir/getty
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir rúmlega eina milljón flóttamanna hafa náð til Evrópu yfir Miðjarðarhafið árið 2015. Samtals nemur  fjöldinn 1.000.573 en áttatíu prósent þeirra náðu landi í Grikklandi, og stærstur hluti þeirra á eyjunni Lesbos.

Um það bil 844 þúsund flóttamenn komu til Grikklands frá Tyrklandi. Rúmlega 150 þúsund fóru yfir Miðjarðarhafið frá Lýbíu til Ítalíu.

Segir Flóttamannastofnunin flóttamannavandann í dag vera þann versta síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Stofnunin segir marga þeirra sem hætta lífi sínu á vanbúnum bátum í þeirri von að ná yfir Miðjarðarhafið eigi að njóta alþjóðlegrar verndar þar sem þeir eru að flýja stríð, ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu.

Um 49 prósent þeirra sem fóru yfir Miðjarðarhafið á árinu eru frá Sýrlandi, 21 prósent eru frá Afganistan.

Flóttamannastofnunin segir fjölda þeirra sem fórust eða sé saknað eftir að hafa reynt að ná yfir hafið séu rúmlega þrjú þúsund og sjö hundruð manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×