Erlent

Talibanar sækja fram í Sangin

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumaður stendur vörð nærri Sangin.
Lögreglumaður stendur vörð nærri Sangin. Visir/EPA
Stjórnvöld Afganistan hafa misst tökin á bænum Sangin í hinu mikilvæga Helmandhéraði. Talibanar eru sagðir stjórna miðju bæjarins og öllum opinberum byggingum og lögreglustöðvum. Hart hefur verið barist um daginn á síðustu dögum.

Talibanar sjálfir segja að vígamenn þeirra hafi náð tökum á öllum bænum, en varnarmálaráðuneyti Afganistan segir að enn geisi þar bardagar og að liðsauki hafi verið sendur til Sangin, samkvæmt frétt BBC. Þá segja íbúar að einhverjir hermenn berjist enn gegn Talibönum, en að þeir séu einangraðir og komist hvergi.

Lögreglumaður sem BBC ræddi við segir Talibana halda bænum að fullu. Sá er staðsettur í nærliggjandi herstöð, ásamt hundruð öðrum lögreglumönnum og hermönnum. Talibanar sitja um herstöðina.

Hér má sjá yfirlit yfir ópíumframleiðslu í Afganistan.Vísir/GraphicNews
Sangin er mikilvægur bær í Helmandhéraði, en þar fer stór hluti ópíumframleiðslu Afganistan fram. Vígahópar eins og Íslamska ríkið og Talibanar græða verulega á því að selja það. Helmandhérað hefur lengi verið eitt helsta vígi Talibana.

Breskir og bandarískir hermenn hafa verið sendir til héraðsins, en þeir eru ráðgjafar og er ekki sagðir taka þátt í bardögum.

Varnarmálaráðherra Afganistan segir að ástandið sé viðráðanlegt og að liðsauki sé á leiðinni. Hins vegar hafa helstu embættismenn Sangin verið fluttir á brott.


Tengdar fréttir

Bretar senda hermenn gegn Talibönum

Höfuðstöðvar lögreglunnar í bænum Sangin í Helmand héraði í Afganistan eru nú umsetnar af vígamönnum Talíbana.

Tóku stóra heróínverksmiðju talibana

Breskir hermenn í Afganistan hafa lagt hald á 100 kíló af heróini og fimm og hálft tonn af ópíumpasta sem hefði smásöluverðmæti að jafnvirði 13 milljarða króna eftir að þeir réðust til inngöngu í stóra heróínverksmiðju talibana í Sangin-dalnum sunnarlega í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×