Erlent

Rúmlega milljón flóttamenn til Evrópu á árinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Langflestir komu til Evrópu í gegnum Grikkland, eða rúmlega 821 þúsund manns.
Langflestir komu til Evrópu í gegnum Grikkland, eða rúmlega 821 þúsund manns. Vísir/EPA
Rúmlega milljón farand- og flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu ári. Þetta segir Alþjóðlega stofnunin um fólksflutninga (IOM), en langflestir komu til Evrópu í gegnum Grikkland, eða rúmlega 821 þúsund manns. Einungis þrjú prósent umræddar milljónar, komu landleiðina til Evrópu.

Þar á eftir var Ítalía með rúmlega 150 þúsund manns, en í heildina telur IOM að rétt rúmlega ein milljón hafi komið að ströndum Evrópu á árinu. Flestir koma til Evrópu frá Sýrlandi, Afríku og Suður-Asíu.

Um er að ræða mesta fjölda flótta- og farandfólks frá seinni heimsstyrjöldinni.

Þá hefur fjöldi látinna aukist einnig. Frá því á föstudaginn hafa 20 manns drukknað í austanverðu Miðjarðarhafi. Í heildina hafa 3.692 látið lífið við að koma til Evrópu. Það er rúmlega 400 meira en í fyrra.

Samkvæmt eftirlitskerfi IMO voru fullorðnir karlmenn 45,6 prósent þeirra sem komu til Evrópu á dögunum 9. til 20. desember. 21,9 prósent voru konur. 35 prósent voru börn í fylgd fullorðna og 1,5 prósent voru börn sem voru ein á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×