Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2015 19:00 Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira