Englendingar fá miklu færri miða á EM en Íslendingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 08:00 Íslendingar munu örugglega fjölmenna til Frakklands. Vísir/Vilhelm Englendingar eru að fá mun færri miða á leiki Evrópumótsins en Íslendingar og þeir hneykslast mikið á því. Enskur blaðamaður sló því upp í Daily Star í gær að litla Ísland sé að fá átta þúsund fleiri miða en stórveldið England. Þetta er enn eitt dæmið um hversu heppnir Íslendingar voru með riðil á Evrópumótinu. Íslenska liðið mætir ekki bara mótherjum sem liðið á ágæta möguleika á móti þá fara síðustu tveir leikir liðsins líka fram á tiltölulega stórum völlum. Búist er við að meira en 50 þúsund Englendingar fari yfir Ermasundið til þess að fylgjast með leikjum enska liðsins en Englendingar fá „bara" 23.520 miða á þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Englendingar eru í B-riðli og mæta Rússlandi, Wales og Slóvakíu. Leikir enska liðsins fara fram í Marseille, Lens og Saint-Étienne. Enski blaðamaðurinn skrifar um það að þjóð sem telur 323 þúsund íbúa muni fá 31.240 miða sem þýðir að það er einn miði á hverja tíu Íslendinga. Englendingar eru aftur á móti 54 milljónir sem þýðir að það er einn miði í boði fyrir hverja 2.254 Englendinga. Enskir stuðningsmenn fá 10.720 miða á fyrsta leikinn við Rússa í Marseille, þeir fá bara 6080 miða á annan leikinn á móti Wales í Lands og svo 6720 miða á lokaleikinn við Slóvakíu í Saint-Etienne. Enski stuðningsmaðurinn Simon Harris, sem er aðalmaðurinn í stuðningsmannaklúbbi enska landsliðsins í London, efast um hvort allir miðarnir sem Ísland á rétt á verði keyptir. „Það er ekki mikið viðskiptavit í því að láta lönd með svo fáa stuðningsmenn fá svo marga miða," sagði Simon Harris. Hann hefur kannski vanmetið áhugann á Íslandi sem er mjög mikill. Ísland er ekki eina þjóðin sem fær fleiri miða en Englendingar því ellefu aðrar þjóðir fá fleiri miða en þeir og þar á meðal er Albanía. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Englendingar eru að fá mun færri miða á leiki Evrópumótsins en Íslendingar og þeir hneykslast mikið á því. Enskur blaðamaður sló því upp í Daily Star í gær að litla Ísland sé að fá átta þúsund fleiri miða en stórveldið England. Þetta er enn eitt dæmið um hversu heppnir Íslendingar voru með riðil á Evrópumótinu. Íslenska liðið mætir ekki bara mótherjum sem liðið á ágæta möguleika á móti þá fara síðustu tveir leikir liðsins líka fram á tiltölulega stórum völlum. Búist er við að meira en 50 þúsund Englendingar fari yfir Ermasundið til þess að fylgjast með leikjum enska liðsins en Englendingar fá „bara" 23.520 miða á þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Englendingar eru í B-riðli og mæta Rússlandi, Wales og Slóvakíu. Leikir enska liðsins fara fram í Marseille, Lens og Saint-Étienne. Enski blaðamaðurinn skrifar um það að þjóð sem telur 323 þúsund íbúa muni fá 31.240 miða sem þýðir að það er einn miði á hverja tíu Íslendinga. Englendingar eru aftur á móti 54 milljónir sem þýðir að það er einn miði í boði fyrir hverja 2.254 Englendinga. Enskir stuðningsmenn fá 10.720 miða á fyrsta leikinn við Rússa í Marseille, þeir fá bara 6080 miða á annan leikinn á móti Wales í Lands og svo 6720 miða á lokaleikinn við Slóvakíu í Saint-Etienne. Enski stuðningsmaðurinn Simon Harris, sem er aðalmaðurinn í stuðningsmannaklúbbi enska landsliðsins í London, efast um hvort allir miðarnir sem Ísland á rétt á verði keyptir. „Það er ekki mikið viðskiptavit í því að láta lönd með svo fáa stuðningsmenn fá svo marga miða," sagði Simon Harris. Hann hefur kannski vanmetið áhugann á Íslandi sem er mjög mikill. Ísland er ekki eina þjóðin sem fær fleiri miða en Englendingar því ellefu aðrar þjóðir fá fleiri miða en þeir og þar á meðal er Albanía.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira