Unglingaskólunum útrýmt Stefán Pálsson skrifar 20. desember 2015 09:00 Á liðnum vikum hafa fjármál Ríkisútvarpsins verið í umræðunni í tengslum við fjárlög. Sumir stuðningsmenn RÚV telja, með réttu eða röngu, að öfl innan ríkisstjórnarinnar vilji skera almannaútvarpið við trog, væntanlega til að ýta undir einkarekna fjölmiðla. Þegar einkarekið íslenskt útvarp berst í tal, hugsa líklega flestir um Bylgjuna sem hóf göngu sína árið 1986. Stöku stjórnmálanirðir kynnu þó að rifja upp skammlífu og ólöglegu sjóræningjastöðina sem nokkrir frjálshyggjumenn úr Sjálfstæðisflokknum starfræktu í miðju BSRB-verkfalli árið 1984. En upphafið var þó mörgum áratugum fyrr. Einkarekið útvarp á sér nefnilega lengri sögu á Íslandi en sjálft Ríkisútvarpið. Útvarpið er mögulega sú uppfinning frá fyrri helmingi tuttugustu aldar sem haft hefur mest samfélagsleg áhrif. Flókið er að rekja upphafssögu útvarpsins, enda koma þá upp ýmis skilgreiningavandamál. Mörkin milli útvarps, loftskeyta og jafnvel talsímatækni voru óljós. Þannig má finna dæmi í sögunni, svo sem á Ítalíu, um nokkurs konar „útvarpsstöðvar“ sem reknar voru í gegnum almenna símkerfið, þar sem símnotendur hringdu inn og gátu hlustað á tónlist, fyrirlestra, fréttir og leikrit í gegnum símtólið. Raunar voru fyrstu útvarpstækin keimlík þessu, því það var ekki fyrr en árið 1924 að útvarpshátalarinn kom til sögunnar. Áður þurftu hlustendur að vera með heyrnartól og aðeins einn gat notið útsendingarinnar í einu.Æsileg kosninganótt Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar sem upphafsmenn útvarpsins, en flestir munu þó sammála um að Bandaríkjamanninum Lee de Forest beri sá heiður. Hann kom að mörgum mikilsverðum tilraunum á þessu sviði, bæði vestan hafs og austan. Þannig varpaði hann tónlist úr Eiffel-turninum sem heyrðist í viðtækjum víða um Frakkland þegar árið 1908 og árið eftir lét hann tengdamóður sína flytja erindi um kosningarétt kvenna, sem telja má fyrsta ræðuflutning í útvarpi. Lee de Forest var einnig að baki þess sem kalla má fyrstu eiginlegu útvarpsdagskrána, í nóvember 1916, þegar þúsundir manna fylgdust með margra klukkutíma útsendingu á kosninganótt í forsetakjörinu, þar sem demókratinn Woodrow Wilson vann nauman sigur á repúblikananum Charles Hughes. Bandarískar forsetakosningar hafa raunar reynst örlagaríkar í útvarpssögunni, því fjórum árum síðar – árið 1920 – hóf fyrsta eiginlega útvarpsstöðin sem rekin var í atvinnuskyni starfsemi sína í Pittsburg. Sú stöð byrjaði einmitt útsendingar á kjördag. Árið 1920 komu einnig fram ýmsar tækninýjungar sem auðvelduðu notkun útvarpstækninnar til mikilla muna og er því stundum talað um það sem fæðingarár útvarpsins. Sumir telja að einvígið milli Wilsons og Hughes hafi reynst afdrifaríkt í mannkynssögunni. Þannig hafi sigur Wilsons verið forsendan fyrir þátttöku Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni og þannig ráðið úrslitum hennar. En fyrir Íslendinga hafði kosninganóttin einnig aðrar afleiðingar í för með sér. Veturinn 1916 var nefnilega Íslendingur við störf á rannsóknarstofu Lee de Forest.Íslenska tækjadellan Ottó B. Arnar var aðeins 22 ára þegar hann hélt vestur um haf til að nema útvarps- og loftskeytafræði við fótskör meistarans. Hann var þó enginn nýgræðingur í faginu – hóf störf hjá Landssímanum fjórtán ára gamall og hafði árið 1915 staðið fyrir stofnun Félags símamanna og fagtímaritsins Elektron, sem var helsta tímarit landsins, ekki aðeins á sviði símamála heldur um tækni almennt. Eftir Bandaríkjadvölina sneri Ottó aftur til Íslands, sannfærður um að framtíðin fælist í útvarpi. Sú framtíð virtist sífellt nálægari í byrjun þriðja áratugarins. Viðtæki urðu sterkbyggðari, ódýrari og einfaldari í meðförum. Útvarpsstöðvum fjölgaði og árið 1922 var BBC stofnað í Bretlandi. Var það í fyrstu í eigu nokkurra fyrirtækja sem framleiddu útvarpsbúnað. Það var ekki tekjuvon af útvarpsrekstrinum sjálfum sem þar réð för. Helsta tekjuvonin af útvarpi fólst í að selja eða leigja út viðtækin sjálf, en til að einhver vildi kaupa útvarpstæki varð auðvitað að vera dagskrá í boði. Strax veturinn 1922-23 fóru tækjaóðir Íslendingar að verða sér úti um útvörp til að ná sendingum frá Evrópu, einkum BBC. Hlustunarskilyrðin voru þó bágborin, nema einna helst á kvöldin og næturnar. Þessi fyrstu íslensku útvarpstæki voru fyrst og fremst dýr leikföng, en opnuðu þó augu margra fyrir möguleikum tækninnar.Stefán Pálsson - saga til næsta bæjarÞegar á árinu 1924 sóttist Ottó B. Arnar eftir einkaleyfi frá Alþingi til að reka útvarpsstöð. Leyfið skyldi vera til nokkurra ára og hefði ríkið rétt á að kaupa stöðina við lok tímans. Allir skráðir útvarpseigendur skyldu greiða stöðinni árlegt afnotagjald, en jafnframt vildu aðstandendur útvarpsfélagsins fá einkarétt á framleiðslu og sölu á viðtækjum.Skóli allrar þjóðarinnar Það var engin tilviljun að í stjórn útvarpsfélagsins sátu forystumenn Búnaðarfélagsins, Fiskifélagsins og veðurstofustjóri. Flestir sáu möguleikann á flutningi veðurfrétta sem aðalkost hinnar nýju tækni, ekki hvað síst fyrir bændur og sjófarendur. Aðrir lögðu áherslu á menntunarhlutverkið. Þannig spáði Gísli J. Ólafsson landssímastjóri því í blaðagrein árið 1925 að „víðvarpið“ myndi útrýma öllum unglingaskólum. Nóg væri að safna bestu kennurum landsins fyrir framan hljóðnemann á degi hverjum. Halldór Laxness tók í sama streng, reyndar í glensi, þar sem hann stakk upp á að kirkjur landsins yrðu rifnar en í staðinn ráðinn einn útvarpsklerkur sem gæti messað frá Kolviðarhóli. Og raunar hófst rekstur fyrstu íslensku útvarpsstöðvarinnar á messu. Það var 31. janúar 1926, þar sem útvarpað var beint frá guðsþjónustu í Hafnarfirði. Um tilraunaútsendingu var að ræða, þar sem kannað var hvort nokkur skip á miðunum gætu nýtt sér tæknina. Þremur dögum síðar hófust svo reglubundnar sendingar. Útvarpsöld var hafin á Íslandi. Sent var út tvisvar á dag. Fyrst í hálftíma á morgnana með veðurspá, upplýsingum um gengi gjaldmiðla og helstu fréttum sem lesnar voru upp úr Morgunblaðinu. Aðaldagskráin var hins vegar á kvöldin með fyrirlestrum, tónlistarflutningi, messum og fleiru. Stundum var tónlist leikin af hljómplötum, en þó sjaldan enda hljómgæðin lítil. Tækin buðu ekki upp á annað en að stilla hljóðnemanum upp fyrir framan grammófóninn. Á sama hátt þurfti að hljóðrita alla tónleika með einungis einum hljóðnema. Það var þó ekki tækjabúnaðurinn sem varð þessari fyrstu útvarpsstöð að falli. Dauðadómurinn var í raun undirritaður strax í upphafi þegar stjórnvöld höfnuðu beiðninni um einkaleyfi á sölu útvarpstækja. Rekstraráætlanir reiknuðu með að viðtækjasalan yrði drjúg tekjulind og án hennar gengi dæmið ekki upp. Engu að síður ákváðu Ottó og félagar að láta slag standa. Þeim tókst að halda rekstrinum gangandi í rúmt eitt og hálft ár. Haustið 1927 var hætt að útvarpa eftir dagskrá og kveikt var á tækjabúnaðinum í síðasta sinn þá um jólin.Guðslömbin þagna Um það leyti sem fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi var að gefa upp öndina, var sú næsta í startholunum. Og það sem meira var – hún var í senn fyrsta trúarlega stöðin og fyrsta landsbyggðarútvarpið. Arthur Charles Gook var enskur maður sem fékk ungur þá trúarlegu köllun að hann skyldi flytja til Íslands að breiða út orð Guðs. Ekki hafði himnafaðirinn þó uppfrætt hann betur um sálirnar sem honum var ætlað að fanga en svo að Gook taldi Íslendinga tala dönsku. Hann undirbjó því starf sitt með því að flytjast til Danmerkur að læra hana. Tungumálamisskilningurinn leiðréttist um leið og Gook kom til Akureyrar árið 1905. Þar stofnaði hann Sjónarhæðarsöfnuðinn og boðaði jöfnum höndum kristindóm og smáskammtalækningar. Trúboðið gekk bærilega á Akureyri en hægar í sveitunum í kring, meðal annars vegna bágra samgangna. Þegar Gook frétti af útvarpstækninni taldi hann sig hafa fundið lausnina á vanda sínum. Með kröftugri útvarpsstöð á Akureyri mætti ná til drjúgs hluta landsmanna án mikillar fyrirhafnar. Fjármögnunin leystist á undursamlegan hátt þegar trúuð ekkja í Englandi fékk vitrun og ákvað að selja húsið sitt til að festa kaup á útsendingartækjum. Gook fékk leyfi yfirvalda til útvarpssendinga, en með hörðum skilyrðum þó. Ekki kom til álita að hann innheimti afnotagjald og forstöðumaðurinn varð að lofa því að standa fyrir fjölbreytilegri dagskrá annarri en á trúarlegu efni. Voru reyndar skiptar skoðanir um hvernig tókst að standa við það loforð. Afdrifaríkara reyndist að ráðamenn voru ekki tilbúnir að veita starfsleyfi nema til skamms tíma. Trúboðinn hjartahreini hafði litlar áhyggjur af þessu skilyrði, enda sannfærður um að allir myndu sjá hin samfélagsbætandi áhrif útvarpsstöðvarinnar. Annað kom á daginn. Alþingi og ríkisstjórn höfðu komist að þeirri niðurstöðu að stofna bæri Ríkisútvarp. Lítill áhugi var á því að hin nýja stofnun þyrfti að standa í samkeppni, auk þess sem misgóð tæknileg rök voru færð fyrir því að rekstur Sjónarhæðarstöðvarinnar gæti truflað útsendingar RÚV. Í desember 1929 var stöðin því svipt starfsleyfi sínu. Árið eftir tók Ríkisútvarpið til starfa og undraskjótt gleymdu flestir öllu um þessa frumherja íslensks útvarpsrekstrar. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á liðnum vikum hafa fjármál Ríkisútvarpsins verið í umræðunni í tengslum við fjárlög. Sumir stuðningsmenn RÚV telja, með réttu eða röngu, að öfl innan ríkisstjórnarinnar vilji skera almannaútvarpið við trog, væntanlega til að ýta undir einkarekna fjölmiðla. Þegar einkarekið íslenskt útvarp berst í tal, hugsa líklega flestir um Bylgjuna sem hóf göngu sína árið 1986. Stöku stjórnmálanirðir kynnu þó að rifja upp skammlífu og ólöglegu sjóræningjastöðina sem nokkrir frjálshyggjumenn úr Sjálfstæðisflokknum starfræktu í miðju BSRB-verkfalli árið 1984. En upphafið var þó mörgum áratugum fyrr. Einkarekið útvarp á sér nefnilega lengri sögu á Íslandi en sjálft Ríkisútvarpið. Útvarpið er mögulega sú uppfinning frá fyrri helmingi tuttugustu aldar sem haft hefur mest samfélagsleg áhrif. Flókið er að rekja upphafssögu útvarpsins, enda koma þá upp ýmis skilgreiningavandamál. Mörkin milli útvarps, loftskeyta og jafnvel talsímatækni voru óljós. Þannig má finna dæmi í sögunni, svo sem á Ítalíu, um nokkurs konar „útvarpsstöðvar“ sem reknar voru í gegnum almenna símkerfið, þar sem símnotendur hringdu inn og gátu hlustað á tónlist, fyrirlestra, fréttir og leikrit í gegnum símtólið. Raunar voru fyrstu útvarpstækin keimlík þessu, því það var ekki fyrr en árið 1924 að útvarpshátalarinn kom til sögunnar. Áður þurftu hlustendur að vera með heyrnartól og aðeins einn gat notið útsendingarinnar í einu.Æsileg kosninganótt Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar sem upphafsmenn útvarpsins, en flestir munu þó sammála um að Bandaríkjamanninum Lee de Forest beri sá heiður. Hann kom að mörgum mikilsverðum tilraunum á þessu sviði, bæði vestan hafs og austan. Þannig varpaði hann tónlist úr Eiffel-turninum sem heyrðist í viðtækjum víða um Frakkland þegar árið 1908 og árið eftir lét hann tengdamóður sína flytja erindi um kosningarétt kvenna, sem telja má fyrsta ræðuflutning í útvarpi. Lee de Forest var einnig að baki þess sem kalla má fyrstu eiginlegu útvarpsdagskrána, í nóvember 1916, þegar þúsundir manna fylgdust með margra klukkutíma útsendingu á kosninganótt í forsetakjörinu, þar sem demókratinn Woodrow Wilson vann nauman sigur á repúblikananum Charles Hughes. Bandarískar forsetakosningar hafa raunar reynst örlagaríkar í útvarpssögunni, því fjórum árum síðar – árið 1920 – hóf fyrsta eiginlega útvarpsstöðin sem rekin var í atvinnuskyni starfsemi sína í Pittsburg. Sú stöð byrjaði einmitt útsendingar á kjördag. Árið 1920 komu einnig fram ýmsar tækninýjungar sem auðvelduðu notkun útvarpstækninnar til mikilla muna og er því stundum talað um það sem fæðingarár útvarpsins. Sumir telja að einvígið milli Wilsons og Hughes hafi reynst afdrifaríkt í mannkynssögunni. Þannig hafi sigur Wilsons verið forsendan fyrir þátttöku Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni og þannig ráðið úrslitum hennar. En fyrir Íslendinga hafði kosninganóttin einnig aðrar afleiðingar í för með sér. Veturinn 1916 var nefnilega Íslendingur við störf á rannsóknarstofu Lee de Forest.Íslenska tækjadellan Ottó B. Arnar var aðeins 22 ára þegar hann hélt vestur um haf til að nema útvarps- og loftskeytafræði við fótskör meistarans. Hann var þó enginn nýgræðingur í faginu – hóf störf hjá Landssímanum fjórtán ára gamall og hafði árið 1915 staðið fyrir stofnun Félags símamanna og fagtímaritsins Elektron, sem var helsta tímarit landsins, ekki aðeins á sviði símamála heldur um tækni almennt. Eftir Bandaríkjadvölina sneri Ottó aftur til Íslands, sannfærður um að framtíðin fælist í útvarpi. Sú framtíð virtist sífellt nálægari í byrjun þriðja áratugarins. Viðtæki urðu sterkbyggðari, ódýrari og einfaldari í meðförum. Útvarpsstöðvum fjölgaði og árið 1922 var BBC stofnað í Bretlandi. Var það í fyrstu í eigu nokkurra fyrirtækja sem framleiddu útvarpsbúnað. Það var ekki tekjuvon af útvarpsrekstrinum sjálfum sem þar réð för. Helsta tekjuvonin af útvarpi fólst í að selja eða leigja út viðtækin sjálf, en til að einhver vildi kaupa útvarpstæki varð auðvitað að vera dagskrá í boði. Strax veturinn 1922-23 fóru tækjaóðir Íslendingar að verða sér úti um útvörp til að ná sendingum frá Evrópu, einkum BBC. Hlustunarskilyrðin voru þó bágborin, nema einna helst á kvöldin og næturnar. Þessi fyrstu íslensku útvarpstæki voru fyrst og fremst dýr leikföng, en opnuðu þó augu margra fyrir möguleikum tækninnar.Stefán Pálsson - saga til næsta bæjarÞegar á árinu 1924 sóttist Ottó B. Arnar eftir einkaleyfi frá Alþingi til að reka útvarpsstöð. Leyfið skyldi vera til nokkurra ára og hefði ríkið rétt á að kaupa stöðina við lok tímans. Allir skráðir útvarpseigendur skyldu greiða stöðinni árlegt afnotagjald, en jafnframt vildu aðstandendur útvarpsfélagsins fá einkarétt á framleiðslu og sölu á viðtækjum.Skóli allrar þjóðarinnar Það var engin tilviljun að í stjórn útvarpsfélagsins sátu forystumenn Búnaðarfélagsins, Fiskifélagsins og veðurstofustjóri. Flestir sáu möguleikann á flutningi veðurfrétta sem aðalkost hinnar nýju tækni, ekki hvað síst fyrir bændur og sjófarendur. Aðrir lögðu áherslu á menntunarhlutverkið. Þannig spáði Gísli J. Ólafsson landssímastjóri því í blaðagrein árið 1925 að „víðvarpið“ myndi útrýma öllum unglingaskólum. Nóg væri að safna bestu kennurum landsins fyrir framan hljóðnemann á degi hverjum. Halldór Laxness tók í sama streng, reyndar í glensi, þar sem hann stakk upp á að kirkjur landsins yrðu rifnar en í staðinn ráðinn einn útvarpsklerkur sem gæti messað frá Kolviðarhóli. Og raunar hófst rekstur fyrstu íslensku útvarpsstöðvarinnar á messu. Það var 31. janúar 1926, þar sem útvarpað var beint frá guðsþjónustu í Hafnarfirði. Um tilraunaútsendingu var að ræða, þar sem kannað var hvort nokkur skip á miðunum gætu nýtt sér tæknina. Þremur dögum síðar hófust svo reglubundnar sendingar. Útvarpsöld var hafin á Íslandi. Sent var út tvisvar á dag. Fyrst í hálftíma á morgnana með veðurspá, upplýsingum um gengi gjaldmiðla og helstu fréttum sem lesnar voru upp úr Morgunblaðinu. Aðaldagskráin var hins vegar á kvöldin með fyrirlestrum, tónlistarflutningi, messum og fleiru. Stundum var tónlist leikin af hljómplötum, en þó sjaldan enda hljómgæðin lítil. Tækin buðu ekki upp á annað en að stilla hljóðnemanum upp fyrir framan grammófóninn. Á sama hátt þurfti að hljóðrita alla tónleika með einungis einum hljóðnema. Það var þó ekki tækjabúnaðurinn sem varð þessari fyrstu útvarpsstöð að falli. Dauðadómurinn var í raun undirritaður strax í upphafi þegar stjórnvöld höfnuðu beiðninni um einkaleyfi á sölu útvarpstækja. Rekstraráætlanir reiknuðu með að viðtækjasalan yrði drjúg tekjulind og án hennar gengi dæmið ekki upp. Engu að síður ákváðu Ottó og félagar að láta slag standa. Þeim tókst að halda rekstrinum gangandi í rúmt eitt og hálft ár. Haustið 1927 var hætt að útvarpa eftir dagskrá og kveikt var á tækjabúnaðinum í síðasta sinn þá um jólin.Guðslömbin þagna Um það leyti sem fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi var að gefa upp öndina, var sú næsta í startholunum. Og það sem meira var – hún var í senn fyrsta trúarlega stöðin og fyrsta landsbyggðarútvarpið. Arthur Charles Gook var enskur maður sem fékk ungur þá trúarlegu köllun að hann skyldi flytja til Íslands að breiða út orð Guðs. Ekki hafði himnafaðirinn þó uppfrætt hann betur um sálirnar sem honum var ætlað að fanga en svo að Gook taldi Íslendinga tala dönsku. Hann undirbjó því starf sitt með því að flytjast til Danmerkur að læra hana. Tungumálamisskilningurinn leiðréttist um leið og Gook kom til Akureyrar árið 1905. Þar stofnaði hann Sjónarhæðarsöfnuðinn og boðaði jöfnum höndum kristindóm og smáskammtalækningar. Trúboðið gekk bærilega á Akureyri en hægar í sveitunum í kring, meðal annars vegna bágra samgangna. Þegar Gook frétti af útvarpstækninni taldi hann sig hafa fundið lausnina á vanda sínum. Með kröftugri útvarpsstöð á Akureyri mætti ná til drjúgs hluta landsmanna án mikillar fyrirhafnar. Fjármögnunin leystist á undursamlegan hátt þegar trúuð ekkja í Englandi fékk vitrun og ákvað að selja húsið sitt til að festa kaup á útsendingartækjum. Gook fékk leyfi yfirvalda til útvarpssendinga, en með hörðum skilyrðum þó. Ekki kom til álita að hann innheimti afnotagjald og forstöðumaðurinn varð að lofa því að standa fyrir fjölbreytilegri dagskrá annarri en á trúarlegu efni. Voru reyndar skiptar skoðanir um hvernig tókst að standa við það loforð. Afdrifaríkara reyndist að ráðamenn voru ekki tilbúnir að veita starfsleyfi nema til skamms tíma. Trúboðinn hjartahreini hafði litlar áhyggjur af þessu skilyrði, enda sannfærður um að allir myndu sjá hin samfélagsbætandi áhrif útvarpsstöðvarinnar. Annað kom á daginn. Alþingi og ríkisstjórn höfðu komist að þeirri niðurstöðu að stofna bæri Ríkisútvarp. Lítill áhugi var á því að hin nýja stofnun þyrfti að standa í samkeppni, auk þess sem misgóð tæknileg rök voru færð fyrir því að rekstur Sjónarhæðarstöðvarinnar gæti truflað útsendingar RÚV. Í desember 1929 var stöðin því svipt starfsleyfi sínu. Árið eftir tók Ríkisútvarpið til starfa og undraskjótt gleymdu flestir öllu um þessa frumherja íslensks útvarpsrekstrar.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira