Innlent

Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár

Bjarki Ármannsson skrifar
Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði.
Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm
Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna gruns um aðild að skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms Reykjaness sem úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald þann 28. desember. Verður hann því í gæsluvarðhaldi til 15. janúar.

Eins og komið hefur fram á Vísi var ránið hrottalegt. Maðurinn er grunaður um að hafa ráðist inn í skartgripabúðina Gullsmiðjuna í Hafnarfirði í félagi við annan mann. Hafi hann verið vopnaður exi og haft á brott með sér óþekkt magn skartgripa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×