Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Hlutfallslega hækka laun hæstaréttardómara og forseta Hæstaréttar mest í nýrri ákvörðun kjararáðs í kjölfar heildarúttektar á launakjörum dómara hér á landi. vísir/gva Laun dómara landsins hækka um 31,6 til 48,1 prósent núna um áramót samkvæmt ákvörðun kjararáðs í desember. Í ákvörðun kjararáðs frá 17. desember, kemur fram að kjararáð hafi ekki áður fjallað heildstætt um laun dómara, þótt þau hafi tekið breytingum í samræmi við almennar ákvarðanir ráðsins. Dómarafélag Íslands fór í nóvember 2012 fram á slíka umfjöllun sem mið tæki af því að starfsöryggi og sjálfstæði dómara þyrfti að vera tryggt. Fram kemur í ákvörðun ráðsins að í beiðni Dómarafélagsins hafi verið áréttað að um væri að ræða fámennan hóp einstaklinga sem mikla ábyrgð bæri, auk þess sem verulegar takmarkanir væru á því hvaða aukastörfum dómarar mættu gegna. „Í minnisblaðinu kemur einnig fram það mat dómara að launaflokkaröðun þeirra sé óásættanleg, sérstaklega þegar horft sé til innbyrðis samræmis og stöðu dómara í hinu þrískipta ríkisvaldi,“ segir kjararáð. Eftir yfirferð ráðsins færast allir dómarar upp um sjö launaflokka, auk þess sem yfirvinnueiningum er fjölgað um 10 til 31 í mánuði hverjum. Mest er breytingin hjá hæstaréttardómurum sem fara úr launaflokki 140 með 18 yfirvinnutíma í launaflokk 147 með 30 yfirvinnutímum. Laun þeirra fara úr tæplega 1,2 milljónum króna á mánuði, eins og þau voru eftir síðustu almennu hækkun ráðsins í nóvember síðastliðnum, í rúmar 1,7 milljónir. Heildarlaun forseta Hæstaréttar fara úr tæplega 1,3 milljónum í tæplega 1,9 milljónir króna. Minnst er breytingin hjá dómstjóranum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, 31,6 prósent, en hann er tveimur launaflokkum fyrir ofan aðra dómstjóra á landinu auk þess að fá mánaðarlega greitt átta yfirvinnutímum meira en þeir. Laun dómstjórans í Reykjavík fara úr rúmlega 1,1 milljón króna í rúmlega 1,5 milljónir, en laun annarra dómstjóra úr rúmri milljón í rúmlega 1,4 milljónir. Laun héraðsdómara hækka svo um 38,7 prósent, fara úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 1,3 milljónir króna. Í ákvörðun kjararáðs segir að mikilvægt sé að til dómstarfa veljist hæfir og heilsteyptir einstaklingar og tryggt sé að engir utanaðkomandi hagsmunir eða þrýstingur frá stjórnvöldum, aðilum máls eða nokkrum öðrum hafi áhrif á störf þeirra. Störf dómara eigi sér ekki beina hliðstæðu á hinum almenna vinnumarkaði. „Við ákvörðun um laun og kjör dómara telur kjararáð nauðsynlegt að hafa í huga og taka tillit til þess að dómsvaldið er einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og veitir löggjafar- og framkvæmdarvaldi nauðsynlegt aðhald. Þá skera dómstólar endanlega úr um lögskipti og réttarágreining einstaklinga og lögaðila, svo og sekt eða sýknu í sakamálum.“ Vegna þessa sé nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla. „Því verður að tryggja að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt. Hér verður að nefna að möguleikar dómara til þess að sinna launuðum aukastörfum eru takmarkaðir,“ segir í ákvörðuninni. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Laun dómara landsins hækka um 31,6 til 48,1 prósent núna um áramót samkvæmt ákvörðun kjararáðs í desember. Í ákvörðun kjararáðs frá 17. desember, kemur fram að kjararáð hafi ekki áður fjallað heildstætt um laun dómara, þótt þau hafi tekið breytingum í samræmi við almennar ákvarðanir ráðsins. Dómarafélag Íslands fór í nóvember 2012 fram á slíka umfjöllun sem mið tæki af því að starfsöryggi og sjálfstæði dómara þyrfti að vera tryggt. Fram kemur í ákvörðun ráðsins að í beiðni Dómarafélagsins hafi verið áréttað að um væri að ræða fámennan hóp einstaklinga sem mikla ábyrgð bæri, auk þess sem verulegar takmarkanir væru á því hvaða aukastörfum dómarar mættu gegna. „Í minnisblaðinu kemur einnig fram það mat dómara að launaflokkaröðun þeirra sé óásættanleg, sérstaklega þegar horft sé til innbyrðis samræmis og stöðu dómara í hinu þrískipta ríkisvaldi,“ segir kjararáð. Eftir yfirferð ráðsins færast allir dómarar upp um sjö launaflokka, auk þess sem yfirvinnueiningum er fjölgað um 10 til 31 í mánuði hverjum. Mest er breytingin hjá hæstaréttardómurum sem fara úr launaflokki 140 með 18 yfirvinnutíma í launaflokk 147 með 30 yfirvinnutímum. Laun þeirra fara úr tæplega 1,2 milljónum króna á mánuði, eins og þau voru eftir síðustu almennu hækkun ráðsins í nóvember síðastliðnum, í rúmar 1,7 milljónir. Heildarlaun forseta Hæstaréttar fara úr tæplega 1,3 milljónum í tæplega 1,9 milljónir króna. Minnst er breytingin hjá dómstjóranum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, 31,6 prósent, en hann er tveimur launaflokkum fyrir ofan aðra dómstjóra á landinu auk þess að fá mánaðarlega greitt átta yfirvinnutímum meira en þeir. Laun dómstjórans í Reykjavík fara úr rúmlega 1,1 milljón króna í rúmlega 1,5 milljónir, en laun annarra dómstjóra úr rúmri milljón í rúmlega 1,4 milljónir. Laun héraðsdómara hækka svo um 38,7 prósent, fara úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 1,3 milljónir króna. Í ákvörðun kjararáðs segir að mikilvægt sé að til dómstarfa veljist hæfir og heilsteyptir einstaklingar og tryggt sé að engir utanaðkomandi hagsmunir eða þrýstingur frá stjórnvöldum, aðilum máls eða nokkrum öðrum hafi áhrif á störf þeirra. Störf dómara eigi sér ekki beina hliðstæðu á hinum almenna vinnumarkaði. „Við ákvörðun um laun og kjör dómara telur kjararáð nauðsynlegt að hafa í huga og taka tillit til þess að dómsvaldið er einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og veitir löggjafar- og framkvæmdarvaldi nauðsynlegt aðhald. Þá skera dómstólar endanlega úr um lögskipti og réttarágreining einstaklinga og lögaðila, svo og sekt eða sýknu í sakamálum.“ Vegna þessa sé nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla. „Því verður að tryggja að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt. Hér verður að nefna að möguleikar dómara til þess að sinna launuðum aukastörfum eru takmarkaðir,“ segir í ákvörðuninni.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira