Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Hlutfallslega hækka laun hæstaréttardómara og forseta Hæstaréttar mest í nýrri ákvörðun kjararáðs í kjölfar heildarúttektar á launakjörum dómara hér á landi. vísir/gva Laun dómara landsins hækka um 31,6 til 48,1 prósent núna um áramót samkvæmt ákvörðun kjararáðs í desember. Í ákvörðun kjararáðs frá 17. desember, kemur fram að kjararáð hafi ekki áður fjallað heildstætt um laun dómara, þótt þau hafi tekið breytingum í samræmi við almennar ákvarðanir ráðsins. Dómarafélag Íslands fór í nóvember 2012 fram á slíka umfjöllun sem mið tæki af því að starfsöryggi og sjálfstæði dómara þyrfti að vera tryggt. Fram kemur í ákvörðun ráðsins að í beiðni Dómarafélagsins hafi verið áréttað að um væri að ræða fámennan hóp einstaklinga sem mikla ábyrgð bæri, auk þess sem verulegar takmarkanir væru á því hvaða aukastörfum dómarar mættu gegna. „Í minnisblaðinu kemur einnig fram það mat dómara að launaflokkaröðun þeirra sé óásættanleg, sérstaklega þegar horft sé til innbyrðis samræmis og stöðu dómara í hinu þrískipta ríkisvaldi,“ segir kjararáð. Eftir yfirferð ráðsins færast allir dómarar upp um sjö launaflokka, auk þess sem yfirvinnueiningum er fjölgað um 10 til 31 í mánuði hverjum. Mest er breytingin hjá hæstaréttardómurum sem fara úr launaflokki 140 með 18 yfirvinnutíma í launaflokk 147 með 30 yfirvinnutímum. Laun þeirra fara úr tæplega 1,2 milljónum króna á mánuði, eins og þau voru eftir síðustu almennu hækkun ráðsins í nóvember síðastliðnum, í rúmar 1,7 milljónir. Heildarlaun forseta Hæstaréttar fara úr tæplega 1,3 milljónum í tæplega 1,9 milljónir króna. Minnst er breytingin hjá dómstjóranum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, 31,6 prósent, en hann er tveimur launaflokkum fyrir ofan aðra dómstjóra á landinu auk þess að fá mánaðarlega greitt átta yfirvinnutímum meira en þeir. Laun dómstjórans í Reykjavík fara úr rúmlega 1,1 milljón króna í rúmlega 1,5 milljónir, en laun annarra dómstjóra úr rúmri milljón í rúmlega 1,4 milljónir. Laun héraðsdómara hækka svo um 38,7 prósent, fara úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 1,3 milljónir króna. Í ákvörðun kjararáðs segir að mikilvægt sé að til dómstarfa veljist hæfir og heilsteyptir einstaklingar og tryggt sé að engir utanaðkomandi hagsmunir eða þrýstingur frá stjórnvöldum, aðilum máls eða nokkrum öðrum hafi áhrif á störf þeirra. Störf dómara eigi sér ekki beina hliðstæðu á hinum almenna vinnumarkaði. „Við ákvörðun um laun og kjör dómara telur kjararáð nauðsynlegt að hafa í huga og taka tillit til þess að dómsvaldið er einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og veitir löggjafar- og framkvæmdarvaldi nauðsynlegt aðhald. Þá skera dómstólar endanlega úr um lögskipti og réttarágreining einstaklinga og lögaðila, svo og sekt eða sýknu í sakamálum.“ Vegna þessa sé nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla. „Því verður að tryggja að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt. Hér verður að nefna að möguleikar dómara til þess að sinna launuðum aukastörfum eru takmarkaðir,“ segir í ákvörðuninni. Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Laun dómara landsins hækka um 31,6 til 48,1 prósent núna um áramót samkvæmt ákvörðun kjararáðs í desember. Í ákvörðun kjararáðs frá 17. desember, kemur fram að kjararáð hafi ekki áður fjallað heildstætt um laun dómara, þótt þau hafi tekið breytingum í samræmi við almennar ákvarðanir ráðsins. Dómarafélag Íslands fór í nóvember 2012 fram á slíka umfjöllun sem mið tæki af því að starfsöryggi og sjálfstæði dómara þyrfti að vera tryggt. Fram kemur í ákvörðun ráðsins að í beiðni Dómarafélagsins hafi verið áréttað að um væri að ræða fámennan hóp einstaklinga sem mikla ábyrgð bæri, auk þess sem verulegar takmarkanir væru á því hvaða aukastörfum dómarar mættu gegna. „Í minnisblaðinu kemur einnig fram það mat dómara að launaflokkaröðun þeirra sé óásættanleg, sérstaklega þegar horft sé til innbyrðis samræmis og stöðu dómara í hinu þrískipta ríkisvaldi,“ segir kjararáð. Eftir yfirferð ráðsins færast allir dómarar upp um sjö launaflokka, auk þess sem yfirvinnueiningum er fjölgað um 10 til 31 í mánuði hverjum. Mest er breytingin hjá hæstaréttardómurum sem fara úr launaflokki 140 með 18 yfirvinnutíma í launaflokk 147 með 30 yfirvinnutímum. Laun þeirra fara úr tæplega 1,2 milljónum króna á mánuði, eins og þau voru eftir síðustu almennu hækkun ráðsins í nóvember síðastliðnum, í rúmar 1,7 milljónir. Heildarlaun forseta Hæstaréttar fara úr tæplega 1,3 milljónum í tæplega 1,9 milljónir króna. Minnst er breytingin hjá dómstjóranum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, 31,6 prósent, en hann er tveimur launaflokkum fyrir ofan aðra dómstjóra á landinu auk þess að fá mánaðarlega greitt átta yfirvinnutímum meira en þeir. Laun dómstjórans í Reykjavík fara úr rúmlega 1,1 milljón króna í rúmlega 1,5 milljónir, en laun annarra dómstjóra úr rúmri milljón í rúmlega 1,4 milljónir. Laun héraðsdómara hækka svo um 38,7 prósent, fara úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 1,3 milljónir króna. Í ákvörðun kjararáðs segir að mikilvægt sé að til dómstarfa veljist hæfir og heilsteyptir einstaklingar og tryggt sé að engir utanaðkomandi hagsmunir eða þrýstingur frá stjórnvöldum, aðilum máls eða nokkrum öðrum hafi áhrif á störf þeirra. Störf dómara eigi sér ekki beina hliðstæðu á hinum almenna vinnumarkaði. „Við ákvörðun um laun og kjör dómara telur kjararáð nauðsynlegt að hafa í huga og taka tillit til þess að dómsvaldið er einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og veitir löggjafar- og framkvæmdarvaldi nauðsynlegt aðhald. Þá skera dómstólar endanlega úr um lögskipti og réttarágreining einstaklinga og lögaðila, svo og sekt eða sýknu í sakamálum.“ Vegna þessa sé nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla. „Því verður að tryggja að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt. Hér verður að nefna að möguleikar dómara til þess að sinna launuðum aukastörfum eru takmarkaðir,“ segir í ákvörðuninni.
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira