Íslenski boltinn

Rúnar Alex frá í allt að tíu vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Alex í leik með KR.
Rúnar Alex í leik með KR. Vísir
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland og íslenska U-21 landsliðsins, verður frá næstu 8-10 vikurnar vegna ökklameiðsla. Þetta var tilkynnt á heimasíðu danska félagsins í dag.

Rúnar Alex er með brákað bein í ökklanum og því líklegt að hann geti ekki spilað á nýjan leik fyrr en í mars en vetrarfrí er nú í dönsku deildinni.

Hann kemur því ekki til greina í verkefni íslenska A-landliðsins í janúar en Ísland spilar þá þrjá æfingaleiki - tvo í Abú Dabí og einn í Bandaríkjunum.

Rúnar Alex hefur spilað einn bikarleik með Nordsjælland á tímabilinu en sem kunnugt er var Ólafi Kristjánssyni sagt upp störfum sem þjálfara liðsins á dögunum.

Þessi tvítugi markvörður á að baki 12 leiki með U-21 liði Íslands.


Tengdar fréttir

Ólafur hættir hjá Nordsjælland

Þjálfarinn sem gerði liðið að meisturum árið 2012 er kominn aftur eftir misheppnaða dvöl í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×