Arsenal fékk flest stig á árinu 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 17:45 Gabriel, Mesut Özil og Theo Walcott fagna marki. Vísir/Getty Arsenal komst í fyrrakvöld á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bournemouth á Emirates-leikvanginum í London. Arsenal hefur náð í 39 stig í fyrstu 19 leikjunum og hélt síðan toppsætinu af því að Leicester tókst ekki að vinna Manchester City í gærkvöldi. Arsenal var þegar búið að tryggja sér toppsætið á öðrum lista en ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á almanaksárinu 2015. Arsenel-liðið fékk alls 81 stig á árinu því liðið náði í 42 stig í þeim 19 deildarleikjum sem fóru fram eftir áramót á síðasta tímabili. Ekkert lið fékk heldur fleiri stig en Arsenel eftir áramót í fyrra og er því Arsenal-liðið í efsta sæti á báðum listum. Manchester City fékk næstflest stig en samt níu stigum færra en Arsenal. Chelsea, sem vann enska titilinn á síðustu leiktíð, datt alla leið niður í sjöunda til áttunda sæti á árslistanum en Liverpool og Chelsea eru með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Liverpool getur komist upp að hlið Manchester United í fimmta sætinu með sigri á Sundeland á útivelli í kvöld en það er síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Arsenal-menn unnu 25 af 38 deildarleikjum á árinu, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 39 mörk í plús. West Ham gerði flest jafntefli á árinu 2015 eða fimmtán talsins, tveimur jafnteflum fleira en Everton sem kom næst.Flest stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015: 1. Arsenal 81 2. Manchester City 72 3. Tottenham 68 4. Leicester City 67 5. Manchester United 64 6. Crystal Palace 63 7. Chelsea 61 7. Liverpool 61 9. Stoke City 58 10. Everton 52 11. Southampton 51 12. West Bromwich Albion 50 13. Swansea City 47 14. West Ham 45 15. Newcastle 30 15. Sunderland 30Flest stig eftir áramót á síðasta tímabili: 1. Arsenal 42 2. Chelsea 41 3. Manchester City 36 4. Manchester United 34 5. Liverpool 34 6. Tottenham 33 7. Crystal Palace 32 8. Stoke City 29 9. Leicester City 28 10. Swansea City 28Flest stig fyrir áramót á þessu tímabili: 1. Arsenal 39 2. Leicester City 39 3. Manchester City 36 4. Tottenham 35 5. Crystal Palace 31 6. Manchester United 30 7. West Ham 29 8. Watford 29 9. Stoke City 29 10. Liverpool 27 Enski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann Sjá meira
Arsenal komst í fyrrakvöld á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bournemouth á Emirates-leikvanginum í London. Arsenal hefur náð í 39 stig í fyrstu 19 leikjunum og hélt síðan toppsætinu af því að Leicester tókst ekki að vinna Manchester City í gærkvöldi. Arsenal var þegar búið að tryggja sér toppsætið á öðrum lista en ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á almanaksárinu 2015. Arsenel-liðið fékk alls 81 stig á árinu því liðið náði í 42 stig í þeim 19 deildarleikjum sem fóru fram eftir áramót á síðasta tímabili. Ekkert lið fékk heldur fleiri stig en Arsenel eftir áramót í fyrra og er því Arsenal-liðið í efsta sæti á báðum listum. Manchester City fékk næstflest stig en samt níu stigum færra en Arsenal. Chelsea, sem vann enska titilinn á síðustu leiktíð, datt alla leið niður í sjöunda til áttunda sæti á árslistanum en Liverpool og Chelsea eru með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Liverpool getur komist upp að hlið Manchester United í fimmta sætinu með sigri á Sundeland á útivelli í kvöld en það er síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Arsenal-menn unnu 25 af 38 deildarleikjum á árinu, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 39 mörk í plús. West Ham gerði flest jafntefli á árinu 2015 eða fimmtán talsins, tveimur jafnteflum fleira en Everton sem kom næst.Flest stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015: 1. Arsenal 81 2. Manchester City 72 3. Tottenham 68 4. Leicester City 67 5. Manchester United 64 6. Crystal Palace 63 7. Chelsea 61 7. Liverpool 61 9. Stoke City 58 10. Everton 52 11. Southampton 51 12. West Bromwich Albion 50 13. Swansea City 47 14. West Ham 45 15. Newcastle 30 15. Sunderland 30Flest stig eftir áramót á síðasta tímabili: 1. Arsenal 42 2. Chelsea 41 3. Manchester City 36 4. Manchester United 34 5. Liverpool 34 6. Tottenham 33 7. Crystal Palace 32 8. Stoke City 29 9. Leicester City 28 10. Swansea City 28Flest stig fyrir áramót á þessu tímabili: 1. Arsenal 39 2. Leicester City 39 3. Manchester City 36 4. Tottenham 35 5. Crystal Palace 31 6. Manchester United 30 7. West Ham 29 8. Watford 29 9. Stoke City 29 10. Liverpool 27
Enski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann Sjá meira