Erfitt að eignast andvana barn og vita að þú lést það deyja Una Sighvatsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 20:10 Foreldrar sem þurfa að binda enda á meðgöngu vegna fósturgalla finna fyrir fordómum og skilningsleysi í samfélaginu. „Ég þurfti að fara í gegnum mikla sjálfsskoðun og hugsa með höfðinu en ekki hjartanu,“ segir Íris Helga Jónatansdóttir sem batt enda á meðgöngu sonar síns þegar í ljós kom alvarlegt brottfall á litningi fimm. Ljóst var að barnið yrði mikið fatlað og því var ákveðið að ljúka henni. „Þetta er það erfiðasta sem þú getur gert er að labba inn á stofu, eiga barnið þitt og vita að það er dáið og að þú lést það deyja. Ég mat það þannig að ég treysti mér og fólkinu í kringum mig ekki í þetta og síðan fannst mér ekki spennandi að bjóða barninu mínu upp á svona ótrúlega skert lífsgæði,“ segir Íris. Viðtal við Írisi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Heilbrigðisstarfsmenn gæta þess að beita verðandi foreldra engum þrýstingi þegar í ljós kemur að fóstur verði alvarlega fatlað. Á hverju ári þarf að binda enda á um tuttugu til þrjátíu meðgöngur vegna fósturgalla en slík ákvörðun er ekki tekin nema að vandlega ígrunduðu máli. „Þetta er alveg geysilega erfið ákvörðun fyrir flesta og ég hef upplifað með mörgum hvað það erfitt að ganga í gegnum þetta. Fólki finnst erfitt að ákveða að eitthvað líf eigi að enda og erfitt að ákveða að eitthvað líf sé ekki þess virði að lifa því,“ segir Hulda Hjartardóttir fæðingarlæknir. Í tilvikum sem þessum eru allir mögulegir sérfræðingar kallaðir til til að fræða foreldra um gallann og mögulegar afleiðingar hans. „Við reynum að vera mjög varkár og fullyrða ekki eitthvað sem við getum ekki staðið við. Nánast í öllum tilvikum þar sem um slíkt er að ræða þá hefur grunur okkar verið staðfestur eftir að fóstrið fæðist,“ segir Hulda en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Foreldrar sem þurfa að binda enda á meðgöngu vegna fósturgalla finna fyrir fordómum og skilningsleysi í samfélaginu. „Ég þurfti að fara í gegnum mikla sjálfsskoðun og hugsa með höfðinu en ekki hjartanu,“ segir Íris Helga Jónatansdóttir sem batt enda á meðgöngu sonar síns þegar í ljós kom alvarlegt brottfall á litningi fimm. Ljóst var að barnið yrði mikið fatlað og því var ákveðið að ljúka henni. „Þetta er það erfiðasta sem þú getur gert er að labba inn á stofu, eiga barnið þitt og vita að það er dáið og að þú lést það deyja. Ég mat það þannig að ég treysti mér og fólkinu í kringum mig ekki í þetta og síðan fannst mér ekki spennandi að bjóða barninu mínu upp á svona ótrúlega skert lífsgæði,“ segir Íris. Viðtal við Írisi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Heilbrigðisstarfsmenn gæta þess að beita verðandi foreldra engum þrýstingi þegar í ljós kemur að fóstur verði alvarlega fatlað. Á hverju ári þarf að binda enda á um tuttugu til þrjátíu meðgöngur vegna fósturgalla en slík ákvörðun er ekki tekin nema að vandlega ígrunduðu máli. „Þetta er alveg geysilega erfið ákvörðun fyrir flesta og ég hef upplifað með mörgum hvað það erfitt að ganga í gegnum þetta. Fólki finnst erfitt að ákveða að eitthvað líf eigi að enda og erfitt að ákveða að eitthvað líf sé ekki þess virði að lifa því,“ segir Hulda Hjartardóttir fæðingarlæknir. Í tilvikum sem þessum eru allir mögulegir sérfræðingar kallaðir til til að fræða foreldra um gallann og mögulegar afleiðingar hans. „Við reynum að vera mjög varkár og fullyrða ekki eitthvað sem við getum ekki staðið við. Nánast í öllum tilvikum þar sem um slíkt er að ræða þá hefur grunur okkar verið staðfestur eftir að fóstrið fæðist,“ segir Hulda en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira