Viðskipti innlent

MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum.
Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. Vísir/Fiskeldi Austfjarða
MNH Holding í Noregi hefur keypt 50% hlut í Fiskeldi Austfjarða hf.  MNH Holding er eitt af stærstu fiskeldisfyrirtækjum Noregs sem er í einkaeigu og er félagið umfangsmikið í fjárfestingum. Fjárfesting félagsins er mikil viðurkenning fyrir fiskeldi á Íslandi segir í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða.

Fiskeldi Austfjarða hf. er með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Beru- og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50% eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem staðsett er á Djúpavogi. Eru þessi kaup mikilvægur áfangi á þeirri leið að fullnýta leyfi félagsins og tryggja aukinn vöxt. Fiskeldi Austfjarða hf. er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um 2.000.000 seiði í uppvexti.

Félagið var stofnað 2012 og hefur verið í uppbyggingu síðan, starfsmenn eru 12 og starfsmenn dótturfélaga 45. Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×