Erlent

Jihadi John fallinn

gunnar reynir valþórsson skrifar
vísir/epa
Bandaríkjamenn segjast hafa gert árás í sýrlenska bænum Raqqa, sem er höfuðvígi Isis samtakanna. Skotmarkið var einn þekktasti meðlimur samtakanna, Jihadi John, sem hefur komið fram í mörgum myndböndum þeirra undanfarna mánuði.

Varnarmálaráðuneytið bandaríska staðfestir að takmark árásarinnar hafi verið að ráða hann af dögum og samkvæmt nýjustu fregnum mun það hafa tekist.

Jihadi John hét réttu nafni Mohammed Emwasi, fæddur í Kúveit en var breskur ríkisborgari. Árásin var gerð á bíl sem herinn hafði fylgst með lengi og er talið að Jihadi John hafi notað reglulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×