Birgir Leifur: Búið að vera bland í poka Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2015 16:00 Birgir Leifur hefur tólf sinnum komist á lokaúrtökumótið. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson spilaði fjórða hringinn í röð á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi undir pari á Alicante í dag. Birgir komst örugglega áfram á lokastigið sem fram fer í Gíróna á Spáni um næstu helgi. Birgir Leifur spilaði vel á 2. stiginu, en hann fór af stað með látum og var fimm undir eftir fyrsta hring. „Ég gerði það sem þurfti til þó ég fór erfiðari leið að þessu í dag,“ segir Birgir Leifur í samtali við Vísi, en hann fékk t.a.m. tvöfaldan skolla á fimmtu braut. „Svo komu nokkrir ljósir punktar í þetta en ég hefði viljað hafa þetta aðeins þægilegra í lokin. Ég var svona að miða við að vera sex undir. Það var einhver tala sem ég var með í hausnum. Á endanum var ég níu undir þetta þetta var nokkuð öruggt.“Eitt datt út og annað inn.vísir/daníelGóð golfhögg eina sem skiptir máli Birgir Leifur segist ánægður með hvernig hann skipulagði sinn leik á mótinu og þegar einn hluti hans spilamennsku datt niður varð annar sterkari. „Þegar eitt datt út datt annað inn. Púttin duttu út annan daginn og komu svo aftur á þriðja degi. Þá datt slátturinn aðeins niður á móti. Þetta er búið að vera svolítið bland í poka,“ segir Birgir Leifur sem verður að vera með alla þætti golfsins í lagi á lokastiginu. „Samkeppnin er hörð þannig það má lítið út af bregða. Aðalatriðið er bara að halda sér á mottunni. Þetta er afskaplega einfalt: Ef þú slærð góð golfhögg þá áttu séns. Maður verður að koma sér í færi og nýta þau. Ég ætla að vera ákveðinn um næstu helgi og njóta þess að spila,“ segir Birgir Leifur.Það er löng törn framundan hjá Birgi.vísir/daníelTíu hringir á þrettán dögum Við tekur hjá honum ferðalag frá Alicante til Gíróna, en lokaúrtökumótið hefst á laugardaginn og það er langt. Fyrst eru spilaðir fjórir hringir og eftir það er skorið niður um helming. Þá taka við tveir auka hringir. „Ég veit ekki hvort ég taki einhverja æfingahringi einu sinni. Kannski ég rölti bara um völlinn. Þetta snýst um að vera ferskur og tilbúinn í slaginn,“ segir Birgir Leifur sem gæti spilað tíu golfhringi í mikilli samkeppni á 13 dögum komist hann alla leið. „Þetta er alvöru törn þannig maður þarf að halda sér ferskum,“ segir hann. Á endanum verða 25 sem fá kortið inn á Evrópumótaröðina og með því leyfi til að keppa á um 20 mótum á næsta ári. „Maður ætti að geta nýtt sér það eitthvað. Það væri mjög gaman að komast aftur inn á Evrópumótaröðina,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson spilaði fjórða hringinn í röð á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi undir pari á Alicante í dag. Birgir komst örugglega áfram á lokastigið sem fram fer í Gíróna á Spáni um næstu helgi. Birgir Leifur spilaði vel á 2. stiginu, en hann fór af stað með látum og var fimm undir eftir fyrsta hring. „Ég gerði það sem þurfti til þó ég fór erfiðari leið að þessu í dag,“ segir Birgir Leifur í samtali við Vísi, en hann fékk t.a.m. tvöfaldan skolla á fimmtu braut. „Svo komu nokkrir ljósir punktar í þetta en ég hefði viljað hafa þetta aðeins þægilegra í lokin. Ég var svona að miða við að vera sex undir. Það var einhver tala sem ég var með í hausnum. Á endanum var ég níu undir þetta þetta var nokkuð öruggt.“Eitt datt út og annað inn.vísir/daníelGóð golfhögg eina sem skiptir máli Birgir Leifur segist ánægður með hvernig hann skipulagði sinn leik á mótinu og þegar einn hluti hans spilamennsku datt niður varð annar sterkari. „Þegar eitt datt út datt annað inn. Púttin duttu út annan daginn og komu svo aftur á þriðja degi. Þá datt slátturinn aðeins niður á móti. Þetta er búið að vera svolítið bland í poka,“ segir Birgir Leifur sem verður að vera með alla þætti golfsins í lagi á lokastiginu. „Samkeppnin er hörð þannig það má lítið út af bregða. Aðalatriðið er bara að halda sér á mottunni. Þetta er afskaplega einfalt: Ef þú slærð góð golfhögg þá áttu séns. Maður verður að koma sér í færi og nýta þau. Ég ætla að vera ákveðinn um næstu helgi og njóta þess að spila,“ segir Birgir Leifur.Það er löng törn framundan hjá Birgi.vísir/daníelTíu hringir á þrettán dögum Við tekur hjá honum ferðalag frá Alicante til Gíróna, en lokaúrtökumótið hefst á laugardaginn og það er langt. Fyrst eru spilaðir fjórir hringir og eftir það er skorið niður um helming. Þá taka við tveir auka hringir. „Ég veit ekki hvort ég taki einhverja æfingahringi einu sinni. Kannski ég rölti bara um völlinn. Þetta snýst um að vera ferskur og tilbúinn í slaginn,“ segir Birgir Leifur sem gæti spilað tíu golfhringi í mikilli samkeppni á 13 dögum komist hann alla leið. „Þetta er alvöru törn þannig maður þarf að halda sér ferskum,“ segir hann. Á endanum verða 25 sem fá kortið inn á Evrópumótaröðina og með því leyfi til að keppa á um 20 mótum á næsta ári. „Maður ætti að geta nýtt sér það eitthvað. Það væri mjög gaman að komast aftur inn á Evrópumótaröðina,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira