Delta byrjar að fljúga milli Íslands og Minneapolis næsta sumar Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2015 10:47 Delta verður með daglegt flug til tveggja áfangastaða í Bandaríkjunum, tengiflug til 130 áfangastaða í boði. Delta Air Lines hefur ákveðið að hefja flug milli Íslands og Minneapolis næsta sumar. Flogið verður daglega milli Keflavíkurflugvallar og Minneapolis-St Paul alþjóðaflugvallarins (MSP), segir í tilkynningu. Fyrsta flugferðin verður 27. maí. Við þetta verður Delta með tvær daglegar ferðir til Bandaríkjanna yfir háannatímann, en félagið hefur flogið milli Íslands og New York frá 2011. Delta er eina bandaríska flugfélagið með áætlunarflug til Íslands. „Með þessari nýju flugleið býður Delta 14 flugferðir í viku milli Íslands og Bandaríkjanna næsta sumar. Þetta er stóraukin þjónusta fyrir viðskiptavini okkar á Íslandi og í Bandaríkjunum,“ segir Nat Pieper, forstjóri Delta í Evrópu. „Ísland hefur reynst afar vinsæll áfangastaður hjá Bandaríkjamönnum og með nýrri flugleið styður Delta við íslenska ferðaþjónustu.“ Líkt og á flugleiðinni til New York mun Delta notast við Boeing 757 þotu til Minneapolis. Um er að ræða 199 sæta flugvél sem hefur 20 sæti á lúxusfarrými, 29 sæti á Delta Comfort+ farrrými og 150 sæti á almennu farrými. Fyrir skömmu tilkynnti Delta að áætlunarflug milli Íslands og New York mundi hefjast í febrúar og standa í 7 mánuði á næsta ári. Það er þremur mánuðum lengur en áður. Með fluginu til Minneapolis til viðbótar geta farþegar Delta valið um tengiflug frá þessum borgum til 130 áfangastaða innan Bandaríkjanna, til Kanada og Suður-Ameríku. Meðal vinsælla áfangastaða í framhaldsflugi Delta eru Miami, Orlando, San Francisco, Los Angeles og Las Vegas. Fréttir af flugi Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Delta Air Lines hefur ákveðið að hefja flug milli Íslands og Minneapolis næsta sumar. Flogið verður daglega milli Keflavíkurflugvallar og Minneapolis-St Paul alþjóðaflugvallarins (MSP), segir í tilkynningu. Fyrsta flugferðin verður 27. maí. Við þetta verður Delta með tvær daglegar ferðir til Bandaríkjanna yfir háannatímann, en félagið hefur flogið milli Íslands og New York frá 2011. Delta er eina bandaríska flugfélagið með áætlunarflug til Íslands. „Með þessari nýju flugleið býður Delta 14 flugferðir í viku milli Íslands og Bandaríkjanna næsta sumar. Þetta er stóraukin þjónusta fyrir viðskiptavini okkar á Íslandi og í Bandaríkjunum,“ segir Nat Pieper, forstjóri Delta í Evrópu. „Ísland hefur reynst afar vinsæll áfangastaður hjá Bandaríkjamönnum og með nýrri flugleið styður Delta við íslenska ferðaþjónustu.“ Líkt og á flugleiðinni til New York mun Delta notast við Boeing 757 þotu til Minneapolis. Um er að ræða 199 sæta flugvél sem hefur 20 sæti á lúxusfarrými, 29 sæti á Delta Comfort+ farrrými og 150 sæti á almennu farrými. Fyrir skömmu tilkynnti Delta að áætlunarflug milli Íslands og New York mundi hefjast í febrúar og standa í 7 mánuði á næsta ári. Það er þremur mánuðum lengur en áður. Með fluginu til Minneapolis til viðbótar geta farþegar Delta valið um tengiflug frá þessum borgum til 130 áfangastaða innan Bandaríkjanna, til Kanada og Suður-Ameríku. Meðal vinsælla áfangastaða í framhaldsflugi Delta eru Miami, Orlando, San Francisco, Los Angeles og Las Vegas.
Fréttir af flugi Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira