Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Fyrirhugað verkfall BHM á mánudag hefur alvarlega áhrif víða, svo sem á kjúklinga- og svínabú, vegna vinnustöðvunar dýralækna. „Það er ekki langur tími til stefnu,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags og talsmaður Flóabandalagins, um þá stöðu sem komin er upp í samningamálum félagsins. Kjaradeila Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins er í hnút og hefur af hálfu beggja verið vísað til ríkissáttasemjara. Ljóst er að ákvarðanir stjórnar HB Granda um hækkun stjórnarlauna og útgreiðslu 2,7 milljarða króna arðs hafa hleypt illu blóði í samningaviðræður. „Algjörlega siðlaust,“ segir Sigurður. Kristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir ákvarðanir HB Granda hafa sett allt á hvolf, en um leið þjappað fólki saman í baráttunni. „Þetta var þeirra versta mögulega útspil í stöðunni og tryggir okkur fullkomna samstöðu.“ Varðandi spurninguna um hvort staða sjávarútvegsins gefi tilefni til að sá geiri semji á öðrum nótum en lagt er upp með hjá SA vísar Kristján til þess að áður fyrr hafi kjarasamningar afmarkast af getu sjávarútvegsins. „Þegar illa gekk í fiskinum þá hélt hann öðrum greinum niðri. En núna er peningur í hverjum sporði og lítur vel út með næsta ár. Og auðvitað ætlumst við þá til þess að þau í fiskinum stígi fram og geri vel við sitt fólk.“ Aðrir verði hins vegar ekki skildir eftir „í skítnum“. Í kröfugerð félaganna séu „allir fyrir einn og einn fyrir alla“. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur vísað til þess að samtökin hafi beðið stjórnendur að ganga á undan með góðu fordæmi til að stuðla að hóflegum launahækkunum. SA ákveði hins vegar hvorki né semji um stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum. Enn eykst ólgan á vinnumarkaðnum þegar félög BHM fara í verkfall á mánudag, til dæmis dýralæknar. Með því stöðvast öll slátrun, með alvarlegum afleiðingum, ekki síst fyrir kjúklinga- og svínabú. „Ef allt fer á versta veg er alveg ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif og stöðva framleiðsluna. Það er ekki svo auðvelt að gera það,“ segir Jón Magnús Jónsson, bústjóri að Reykjum. Tengdar fréttir Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Kosningu lýkur á mánudaginn Rafræn atkvæðagreiðsla sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst í gærmorgun og stendur til miðnættis 20. apríl. 14. apríl 2015 07:00 Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00 Segir áhrif verkfalla á spítalann vera umtalsverð Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkefnum vera forgangsraðað eftir bráðleika. 15. apríl 2015 17:28 Sjúklingar í gíslingu vegna kjarabaráttu Hinrik A. Hansen sem er með heilaæxli sakar verkalýðsfélög, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. 15. apríl 2015 19:34 SGS boðar hertar aðgerðir Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. 9. apríl 2015 15:19 Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00 „Virðist sem ríkið sé ekki að hlusta“ Allt bendir til þess að félagsmenn BHM leggi niður störf á mánudag. Ekki hefur verið boðað til samningafundar fyrr en síðdegis á mánudag. 16. apríl 2015 17:59 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
„Það er ekki langur tími til stefnu,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags og talsmaður Flóabandalagins, um þá stöðu sem komin er upp í samningamálum félagsins. Kjaradeila Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins er í hnút og hefur af hálfu beggja verið vísað til ríkissáttasemjara. Ljóst er að ákvarðanir stjórnar HB Granda um hækkun stjórnarlauna og útgreiðslu 2,7 milljarða króna arðs hafa hleypt illu blóði í samningaviðræður. „Algjörlega siðlaust,“ segir Sigurður. Kristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir ákvarðanir HB Granda hafa sett allt á hvolf, en um leið þjappað fólki saman í baráttunni. „Þetta var þeirra versta mögulega útspil í stöðunni og tryggir okkur fullkomna samstöðu.“ Varðandi spurninguna um hvort staða sjávarútvegsins gefi tilefni til að sá geiri semji á öðrum nótum en lagt er upp með hjá SA vísar Kristján til þess að áður fyrr hafi kjarasamningar afmarkast af getu sjávarútvegsins. „Þegar illa gekk í fiskinum þá hélt hann öðrum greinum niðri. En núna er peningur í hverjum sporði og lítur vel út með næsta ár. Og auðvitað ætlumst við þá til þess að þau í fiskinum stígi fram og geri vel við sitt fólk.“ Aðrir verði hins vegar ekki skildir eftir „í skítnum“. Í kröfugerð félaganna séu „allir fyrir einn og einn fyrir alla“. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur vísað til þess að samtökin hafi beðið stjórnendur að ganga á undan með góðu fordæmi til að stuðla að hóflegum launahækkunum. SA ákveði hins vegar hvorki né semji um stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum. Enn eykst ólgan á vinnumarkaðnum þegar félög BHM fara í verkfall á mánudag, til dæmis dýralæknar. Með því stöðvast öll slátrun, með alvarlegum afleiðingum, ekki síst fyrir kjúklinga- og svínabú. „Ef allt fer á versta veg er alveg ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif og stöðva framleiðsluna. Það er ekki svo auðvelt að gera það,“ segir Jón Magnús Jónsson, bústjóri að Reykjum.
Tengdar fréttir Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Kosningu lýkur á mánudaginn Rafræn atkvæðagreiðsla sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst í gærmorgun og stendur til miðnættis 20. apríl. 14. apríl 2015 07:00 Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00 Segir áhrif verkfalla á spítalann vera umtalsverð Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkefnum vera forgangsraðað eftir bráðleika. 15. apríl 2015 17:28 Sjúklingar í gíslingu vegna kjarabaráttu Hinrik A. Hansen sem er með heilaæxli sakar verkalýðsfélög, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. 15. apríl 2015 19:34 SGS boðar hertar aðgerðir Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. 9. apríl 2015 15:19 Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00 „Virðist sem ríkið sé ekki að hlusta“ Allt bendir til þess að félagsmenn BHM leggi niður störf á mánudag. Ekki hefur verið boðað til samningafundar fyrr en síðdegis á mánudag. 16. apríl 2015 17:59 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00
Kosningu lýkur á mánudaginn Rafræn atkvæðagreiðsla sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst í gærmorgun og stendur til miðnættis 20. apríl. 14. apríl 2015 07:00
Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00
Segir áhrif verkfalla á spítalann vera umtalsverð Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkefnum vera forgangsraðað eftir bráðleika. 15. apríl 2015 17:28
Sjúklingar í gíslingu vegna kjarabaráttu Hinrik A. Hansen sem er með heilaæxli sakar verkalýðsfélög, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. 15. apríl 2015 19:34
SGS boðar hertar aðgerðir Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. 9. apríl 2015 15:19
Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00
„Virðist sem ríkið sé ekki að hlusta“ Allt bendir til þess að félagsmenn BHM leggi niður störf á mánudag. Ekki hefur verið boðað til samningafundar fyrr en síðdegis á mánudag. 16. apríl 2015 17:59