Lífið

Páll Óskar lýsir eftir Gutta

Páll Óskar leitar af Gutta.
Páll Óskar leitar af Gutta.
„Kötturinn minn, Gutti, er týndur. Hann hvarf frá Sörlaskjóli í Vesturbænum á föstudaginn, enda sól úti og kisurnar í sumarstuði,“ skrifar söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson á Facebook-síðu sinni.

„Vinsamlegast athugið bílskúra í nágrenninu, geymslur, þvottahús og útikofa hjá ykkur ef hann skyldi hafa lokast þar inni. Sem er mjög líklegt. Það gerðist síðast þegar hann týndist fyrir ári síðan.“

Gutti er næstum 13 ára gamall grár með hvíta sokka, bringu og trýni. Hann er geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og líka með húðflúr merkingu í eyra.

„Vinsamlegast hafið samband við Kattholt (567-2909), eða Ingu aðstoðarkonu mína (898-9116) ef þú hefur einhverjar upplýsingar um Gutta. Allar vísbendingar vel þegnar hér á Facebook. Vinsamlegast deilið áfram. Með von um að Gutti komi aftur heim. Ykkar, Páll Óskar“

Kötturinn minn, Gutti, er týndur. Hann hvarf frá Sörlaskjóli í Vesturbænum á föstudaginn, enda sól úti og kisurnar í...

Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on 15. júní 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×