Fótbolti

Brasilíumenn syrgja mikla knattspyrnugoðsögn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zito og Pele.
Zito og Pele. Vísir/Getty
Brasilíska þjóðin hefur misst eina af knattspyrnugoðsögnum sínum því tvöfaldi heimsmeistarinn Zito lést í gær 82 ára gamall.

Zito, sem hét fullu nafni Jose Ely de Miranda, var í fyrstu tveimur heimsmeistaraliðum Brasilíumanna 1958 og 1962.

Hann lék oftast sem afturliggjandi miðjumaður í þessum mikla sóknarliði en Zito spilaði alls 52 landsleiki frá 1955 til 1964.

Zito lék allan sinn feril hjá Santos, liði Pele og Neymar, en hann spilaði 733 leiki fyirr félagið og skoraði í þeim 57 mörk.

Zito var fyrirliði Santos þegar Pele var allt í öllu og var alveg óhræddur skipa fyrir besta knattspyrnumanni heims á þeim tíma.

Zito hefur verið allt í öllu hjá Santos undanfarin ár og hann á meðal annars heiðurinn á því að uppgötva Neymar ellefu ára gamlan árið 2003.

Zito samdi við Neymar þrátt fyrir ungan aldur og nú er Neymar orðinn einn besti knattspyrnumaður heims. Neymar minntist Zito á twitter-síðu sinni í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan.

Brasilíumenn unnu 2-1 sigur á Perú í nótt og skoraði Neymar fyrra markið og lagði síðan upp það síðara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×