Lífið

Kvíðahnúturinn kom þegar erlendu miðlarnir fóru að hringja

Guðrún Ansnes skrifar
NBA-áhorf kostaði Hauk svefninn og kom honum á kortið samtímis. fréttablaðið/Ernir
NBA-áhorf kostaði Hauk svefninn og kom honum á kortið samtímis. fréttablaðið/Ernir
„Ætli mér hafi ekki sárnað hvað mest hvað erlendu fjölmiðlarnir voru skeytingarlausir um að ég var í hádegishléi þegar ég tók þennan lúr, en ekki svona bagalegur starfskraftur,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, sem komst í heimspressuna á dögunum þegar samstarfsmenn hans á auglýsingastofunni Brandenburg tóku af honum mynd sem fór á ógnarhraða um netmiðlana.

„Mér fannst mjög fyndið þegar þetta fór á flug hérna innanlands en þegar ég sá þetta komið á erlendu miðlana, Reddit og Daily Mail, fékk ég áður óþekktan kvíðahnút í magann,“ útskýrir Haukur, en vefur blaðsins er einn mest sótti vefur í heimi. Þá hefur morgunþátturinn Good Morning America fjallað um málið.

Þótti Hauki athugasemdakerfin ósvífnust í sinn garð. „Þarna var fólk að tala um hvað ég væri latur og að það yrði umsvifalaust rekið úr sínum störfum ef það myndi haga sér svona,“ útskýri Haukur, en þannig er mál með vexti að eftir erilsama nótt fyrir framan sjónvarpsskjáinn lagði hann sig í hádeginu meðan samstarfsfélagarnir brugðu sér út fyrir í hádegismat.

„Það er mikil photoshop-menning innan fyrirtækisins, svo þetta kom mér kannski ekki mikið á óvart,“ segir Haukur, en þvertekur fyrir að ætla sér að skipuleggja hefnd. „Ég er ekki hefnigjarn, ég er líklega að borga til baka fyrir hrekki fortíðarinnar.“

Segist Haukur afar tilbúinn til að mæta í barnaafmæli og veislur í hlutverki sofandi gæjans, þó gegn greiðslum. „Það er um að gera að mjólka þessa skyndilegu netfrægð," segir hann að lokum.


ABC US News | World News

Tengdar fréttir

Elsku Villi

Ég hef ætlað að skrifa þetta bréf mjög lengi en aldrei látið verða af því. En nú er kominn tími til að þú fáir að heyra sannleikann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×