Fótbolti

Þjálfari Charlton líkir Jóhanni Berg við Beckham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og David Beckham.
Jóhann Berg Guðmundsson og David Beckham. Vísir/Getty
Guy Luzon, þjálfari Charlton Athletic er ánægður með íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson sem var maðurinn á bak við öll þrjú mörk liðsins í 3-0 útisigri á Blackpool í ensku b-deildinni í gærkvöldi.

Jóhann Berg lagði upp fyrstu tvö mörk liðsins í leiknum en fyrst var fylgt eftir skoti hans og svo átti íslenski vængmaðurinn stoðsndingu. Jóhann Berg skoraði síðan sjálfur það þriðja með skoti beint úr aukaspyrnu.

„Hann er eins og David Beckham Championship-deildarinnar," sagði Guy Luzon um Jóhann Berg sem hefur nú skorað átta deildarmörk á leiktíðinni.

„Hann veit að hann getur skorað úr öllum aukaspyrnum og hann er alvöru vopn fyrir okkur," sagði Guy Luzon.

Jóhann Berg hefur skorað fjögur af þessum átta mörkum sínum í síðustu níu leikjum Charlton.

Jóhann Berg er nú næstmarkahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni á eftir framherjanum Igor Vetokele.


Tengdar fréttir

Áttunda mark Jóhanns Bergs

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson öflugur í öruggum sigri Charlton í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×