Breytti lögunum og bætti inn djóki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2015 10:00 „Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu,“ segir Halldór sem situr við hljóðfærið. fréttablaðið/GVA Fréttablaðið/GVA „Við verðum á léttum nótum með tónlist sem allir þekkja en ég fékk frjálsar hendur, breytti lögunum dálítið og bætti inn alls konar djóki,“ segir Halldór Smárason tónlistarmaður. Hann leikur með söngvurunum Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni í Salnum á föstudag og laugardag klukkan 20. Þeir kalla sig Sætabrauðsdrengina og þeir sem hlýddu á jólatónleikana þeirra í vetur vita að þar er þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi. Halldór er að vestan svo ekki kemur á óvart að þar fari fjölhæfur músíkant, enda fæst hann við allt í senn, nútímatónsmíðar, klassík, djassútsetningar og spilamennsku, bæði eftir nótum og eyranu. Hann getur því verið að semja nútímatónlist fyrir einhvern í Manchester einn daginn og spila fyrir dansi á árshátíð næsta dag. En hvar uppgötvuðu Sætabrauðsdrengirnir hann? „Það var hringt í mig þegar ég var 15 eða 16 ára og ég var beðinn að spila með Bergþóri Páls á tónleikum á Hótel Ísafirði. Ég var voða feiminn við það, alger krakki, en sló samt til og árin eftir það spilaði ég nokkrum sinnum með honum, bæði fyrir vestan og meðan ég var við nám í Listaháskólanum. Svo seig ég inn í þetta samstarf við Sætabrauðsdrengina í haust, þá var stefnan tekin á jólaprógramm og við skemmtum okkur alveg konunglega. Það er svipað uppi á teningnum núna nema nú eru það dægurlagatónleikar. Við ákváðum lög og ég dembdi mér í nýjar útsetningar.“ Halldór kveðst eiga von á góðri skemmtun í Salnum miðað við hvernig æfingarferlið hafi verið. „Það stefnir í rosa partí sem getur ekki klikkað. Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu. Þó um hellings vinnu hafi verið að ræða þá er þetta aðallega gott hópefli sem endar á því að koma fram og gleðja fólk.“ Halldór Smárason hefur verið í námi frá sex ára aldri. Byrjaði á Ísafirði, fór í BA-nám í tónsmíðum við Listaháskólann, síðan beint í MA-nám í New York í tvö ár og lauk því vorið 2014. Síðan hefur hann unnið sjálfstætt og sjaldan verið uppteknari, að eigin sögn. Hann er á förum til Vínar nú í endaðan mars, fékk styrk til að vinna með svissnesk/austurrísku samtímatónskáldi sem heitir Beat Furrer og í haust stefnir hann á doktorsnám í New York í tónsmíðum og í einkatíma í djasspíanóleik. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við verðum á léttum nótum með tónlist sem allir þekkja en ég fékk frjálsar hendur, breytti lögunum dálítið og bætti inn alls konar djóki,“ segir Halldór Smárason tónlistarmaður. Hann leikur með söngvurunum Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni í Salnum á föstudag og laugardag klukkan 20. Þeir kalla sig Sætabrauðsdrengina og þeir sem hlýddu á jólatónleikana þeirra í vetur vita að þar er þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi. Halldór er að vestan svo ekki kemur á óvart að þar fari fjölhæfur músíkant, enda fæst hann við allt í senn, nútímatónsmíðar, klassík, djassútsetningar og spilamennsku, bæði eftir nótum og eyranu. Hann getur því verið að semja nútímatónlist fyrir einhvern í Manchester einn daginn og spila fyrir dansi á árshátíð næsta dag. En hvar uppgötvuðu Sætabrauðsdrengirnir hann? „Það var hringt í mig þegar ég var 15 eða 16 ára og ég var beðinn að spila með Bergþóri Páls á tónleikum á Hótel Ísafirði. Ég var voða feiminn við það, alger krakki, en sló samt til og árin eftir það spilaði ég nokkrum sinnum með honum, bæði fyrir vestan og meðan ég var við nám í Listaháskólanum. Svo seig ég inn í þetta samstarf við Sætabrauðsdrengina í haust, þá var stefnan tekin á jólaprógramm og við skemmtum okkur alveg konunglega. Það er svipað uppi á teningnum núna nema nú eru það dægurlagatónleikar. Við ákváðum lög og ég dembdi mér í nýjar útsetningar.“ Halldór kveðst eiga von á góðri skemmtun í Salnum miðað við hvernig æfingarferlið hafi verið. „Það stefnir í rosa partí sem getur ekki klikkað. Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu. Þó um hellings vinnu hafi verið að ræða þá er þetta aðallega gott hópefli sem endar á því að koma fram og gleðja fólk.“ Halldór Smárason hefur verið í námi frá sex ára aldri. Byrjaði á Ísafirði, fór í BA-nám í tónsmíðum við Listaháskólann, síðan beint í MA-nám í New York í tvö ár og lauk því vorið 2014. Síðan hefur hann unnið sjálfstætt og sjaldan verið uppteknari, að eigin sögn. Hann er á förum til Vínar nú í endaðan mars, fékk styrk til að vinna með svissnesk/austurrísku samtímatónskáldi sem heitir Beat Furrer og í haust stefnir hann á doktorsnám í New York í tónsmíðum og í einkatíma í djasspíanóleik.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira