Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 14:34 Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Þetta kom fram í aðalmeðferð í CLB-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meirihluti lánsins var notaður til að greiða upp lán Harlow við Kaupþing Lúxemborg. Það lán hafði verið notað sem eiginfjárframlag Harlow í eignarhaldfélagið Partridge sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank. Þá vissi Ólafur heldur ekki að Partridge fékk 125 milljóna evra lán frá Kaupþingi til að mæta veðköllum frá Deutsche vegna skuldabréfakaupanna. Gaf skýrslu í gegnum síma frá Kvíabryggju Skuldabréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir viðskiptin og vill saksóknari meina að viðskiptin hafi verið gerð með það að markmiði að lækka skuldatryggngarálag. Ólafur, sem gaf skýrslu í dag í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju þar sem hann afplánar dóm vegna Al Thani-málsins, sagði fyrir dómi að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, hefði kynnt umrædd viðskipti upphaflega fyrir sér. Saksóknari sagði þá að Hreiðar hefði sagt fyrir dómi að Ólafur hefði átt frumkvæði að viðskiptunum. Ólafur svaraði því til að hann kannaðist ekki við það en nefndi að Hjörleifur Jakobsson hefði rætt við Hreiðar en ekki fyrir tilstilli hans. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Áhættulítil viðskipti fyrir Ólaf Ólafur sagðist hafa veitt stjórn Harlow umboð til að taka 130 milljóna evra lán hjá ótilgreindri fjármálastofnun og svo 125 milljóna evra lán hjá Deutsche Bank. Hann vissi svo ekki af því þegar félagið fékk lánið frá Kaupþingi og þá gat Ólafur ekki svarað því hvers vegna bankinn var að svara veðkalli sem var beint að félagi í hans eigu.Saksóknari spurði Ólaf hvers vegna hann hefði gengið til þessara viðskipta og svaraði hann því til að þau hefðu falið í sér litla áhættu fyrir hann. Aðspurður hvort eitthvað hefði legið fyrir um hvað yrði af hagnaði viðskiptanna, ef hann yrði einhver, sagði Ólafur að rætt hefði verið um að hagnaðurinn færi í styrkja eigin fé hjá fyrirtækjum sem áttu í lánsviðskiptum við Kaupþing.„Er ég ekki búinn að svara þessu?“Undir lok skýrslutökunnar spurði saksóknari hvort það væri rétt skilið hjá honum að Ólafur hafi ekki vitað að á tæpum mánuði hafi skuldbindingar hans við Kaupþing aukist um 250 milljónir.„Er ég ekki búinn að svara þessu?” sagði Ólafur þá. „Það var sem sagt þannig?“ spurði saksóknari en fékk ekkert svar frá Ólafi. Í málinu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Þetta kom fram í aðalmeðferð í CLB-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meirihluti lánsins var notaður til að greiða upp lán Harlow við Kaupþing Lúxemborg. Það lán hafði verið notað sem eiginfjárframlag Harlow í eignarhaldfélagið Partridge sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank. Þá vissi Ólafur heldur ekki að Partridge fékk 125 milljóna evra lán frá Kaupþingi til að mæta veðköllum frá Deutsche vegna skuldabréfakaupanna. Gaf skýrslu í gegnum síma frá Kvíabryggju Skuldabréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir viðskiptin og vill saksóknari meina að viðskiptin hafi verið gerð með það að markmiði að lækka skuldatryggngarálag. Ólafur, sem gaf skýrslu í dag í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju þar sem hann afplánar dóm vegna Al Thani-málsins, sagði fyrir dómi að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, hefði kynnt umrædd viðskipti upphaflega fyrir sér. Saksóknari sagði þá að Hreiðar hefði sagt fyrir dómi að Ólafur hefði átt frumkvæði að viðskiptunum. Ólafur svaraði því til að hann kannaðist ekki við það en nefndi að Hjörleifur Jakobsson hefði rætt við Hreiðar en ekki fyrir tilstilli hans. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Áhættulítil viðskipti fyrir Ólaf Ólafur sagðist hafa veitt stjórn Harlow umboð til að taka 130 milljóna evra lán hjá ótilgreindri fjármálastofnun og svo 125 milljóna evra lán hjá Deutsche Bank. Hann vissi svo ekki af því þegar félagið fékk lánið frá Kaupþingi og þá gat Ólafur ekki svarað því hvers vegna bankinn var að svara veðkalli sem var beint að félagi í hans eigu.Saksóknari spurði Ólaf hvers vegna hann hefði gengið til þessara viðskipta og svaraði hann því til að þau hefðu falið í sér litla áhættu fyrir hann. Aðspurður hvort eitthvað hefði legið fyrir um hvað yrði af hagnaði viðskiptanna, ef hann yrði einhver, sagði Ólafur að rætt hefði verið um að hagnaðurinn færi í styrkja eigin fé hjá fyrirtækjum sem áttu í lánsviðskiptum við Kaupþing.„Er ég ekki búinn að svara þessu?“Undir lok skýrslutökunnar spurði saksóknari hvort það væri rétt skilið hjá honum að Ólafur hafi ekki vitað að á tæpum mánuði hafi skuldbindingar hans við Kaupþing aukist um 250 milljónir.„Er ég ekki búinn að svara þessu?” sagði Ólafur þá. „Það var sem sagt þannig?“ spurði saksóknari en fékk ekkert svar frá Ólafi. Í málinu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.
Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53
Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20