Erlent

Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian

Atli Ísleifsson skrifar
Chelsea Manning afplánar nú dóm í Fort Leavenworth fangelsinu.
Chelsea Manning afplánar nú dóm í Fort Leavenworth fangelsinu. Vísir/AFP
Bandaríski uppljóstrarinn Chelsea Manning mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi fyrir bandarísku útgáfu Guardian. Ritstjóri blaðsins greindi frá þessu á Twitter fyrr í dag.

Manning, sem áður gekk undir nafninu Bradley Manning, situr nú í fangelsi vegna uppljóstrana sinna, en hún lak um 700 þúsund leyniskjölum til WikiLeaks. Skjölin innihéldu meðal annars stríðsdagbækur, frásagnir úr sendiráðum og myndband sem sýnir bandaríska hermenn skjóta á hóp óbreyttra borgara úr þyrlu.

Manning afplánar nú dóm í Fort Leavenworth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×