Erlent

Niðurstaða kosninganna skellur fyrir Erdogan

Birgir Olgeirsson skrifar
Tayyip Erdogan,. forseti Tyrklands.
Tayyip Erdogan,. forseti Tyrklands. Vísir/AFP
AK-flokkurinn, flokkur réttlætis og þróunar, hefur misst meirihluta sinn á tyrkneska þinginu. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að nú þegar 99 prósent atkvæða hafa verið talin þá hafi AK-flokkurinn fengið 41 prósent þeirra.

Niðurstaðan er mikið áfall fyrir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sem hafði hug á að auka völd embættis síns. Erdogan komst fyrst til valda árið 2003 sem forsætisráðherra og gegndi því embætti allt þar til hann var kjörinn forseti í fyrra.

Hann vonaðist eftir meirihluta á þinginu til að geta breytt Tyrklandi í forsetalýðveldi. Óvæntustu tíðindin úr þessum kosningum er gengi alþýðuflokksins HDP sem fékk rúmlega tíu prósent atkvæða og þar með þingsæti í fyrsta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×