Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kanada Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júní 2015 19:36 Hamilton hélt fast í stjórnartaumana í dag, Rosberg gat ekkert gert til að nálgast hann. Vísir/getty Lewis Hamitlon á Mercedes vann í Kanada, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Ræsingin var tíðindalítil, Sebastian Vettel komst fram úr tveimur bílum á fyrsta hring. Annars gerðist lítið og allir ökumenn höguðu sér vel. Vettel tók þjónustuhlé á sjöunda hring en eitthvað klikkaði hjá Ferrari og hléið varð ansi langt.Felipe Massa var iðinn við fram úr akstur í dag og eftir 22 hringi var hann orðinn sjöundi eftir að hafa ræst 15. „Við verðum nauðsynlega að spara eldsneyti,“ fékk Fernando Alonso að heyra eftir 24 hringi. Svarið frá Alonso var einfaldlega „ég vil það ekki.“Kimi Raikkonen átti smá augnablik eftir þjónustuhlé og snerist í næst síðustu beygju. Bottas nýtti tækifærið og tók þjónustuhlé og kom út fyrir framan landa sinn, Raikkonen. Vettel og Nico Hulkenberg á Force India voru búnir að berjast nokkra hringi um sjöunda sætið. Hulkenberg snerist og Vettel þurfti að fara út fyrir brautarmörk til að forðast árekstur.Marcus Ericsson á undan hinum afar uppteknu Felipe Massa og Sebastian VettelVísir/GettyAlonso hætti keppni á hring 46 þriðju keppnina í röð. Vélavandræðin virðast nánast óendanleg hjá McLaren-Honda. Alonso var jafnframt fyrsti ökumaðurinn til að detta úr keppni í dag.Romain Grjosean á Lotus klúðraði framúrakstri þegar hann var að hringa Will Stevens á Manor, þeir lentu í samstuði. Grosjean fékk að launum fimm sekúndna refsingu en náði þrátt fyrir það síðasta stigasætinu.Jenson Button á McLaren hætti keppni á hring 57. McLaren átti ekki góðan dag, hvorugur bíll liðsins komst í mark.Roberto Merhi á Manor hætti keppni undir lokin, þetta var fyrsta keppnin sem Manor nær ekki að ljúka. Baráttan innan Mercedes liðsins var búinn að malla alla keppnina og náði svo hámarki undir lok keppninnar. Rosberg hafði þurft að halda bremsunum köldum og Hamilton hafði þurft að spara eldsneyti. Bilið á milli Hamilton og Rosberg var búið að vera nálægt einni og hálfri sekúndu síðan um miðja keppni. Hamilton átti svör við öllum tilraunum Rosberg til að reyna að minnka bilið.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort af brautinni í Montreal ásamt öllum úrslitum helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 6. júní 2015 18:18 Wolff: Við sögðum Hamilton að vera áfram úti Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Lewis Hamilton ökumaður liðsins hafi átt stóran þátt í því að hið örlagaríka þjónustuhlé fór fram. 29. maí 2015 08:00 Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. 4. júní 2015 22:00 Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta. 1. júní 2015 22:30 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. 6. júní 2015 00:01 Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 6. júní 2015 18:41 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamitlon á Mercedes vann í Kanada, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Ræsingin var tíðindalítil, Sebastian Vettel komst fram úr tveimur bílum á fyrsta hring. Annars gerðist lítið og allir ökumenn höguðu sér vel. Vettel tók þjónustuhlé á sjöunda hring en eitthvað klikkaði hjá Ferrari og hléið varð ansi langt.Felipe Massa var iðinn við fram úr akstur í dag og eftir 22 hringi var hann orðinn sjöundi eftir að hafa ræst 15. „Við verðum nauðsynlega að spara eldsneyti,“ fékk Fernando Alonso að heyra eftir 24 hringi. Svarið frá Alonso var einfaldlega „ég vil það ekki.“Kimi Raikkonen átti smá augnablik eftir þjónustuhlé og snerist í næst síðustu beygju. Bottas nýtti tækifærið og tók þjónustuhlé og kom út fyrir framan landa sinn, Raikkonen. Vettel og Nico Hulkenberg á Force India voru búnir að berjast nokkra hringi um sjöunda sætið. Hulkenberg snerist og Vettel þurfti að fara út fyrir brautarmörk til að forðast árekstur.Marcus Ericsson á undan hinum afar uppteknu Felipe Massa og Sebastian VettelVísir/GettyAlonso hætti keppni á hring 46 þriðju keppnina í röð. Vélavandræðin virðast nánast óendanleg hjá McLaren-Honda. Alonso var jafnframt fyrsti ökumaðurinn til að detta úr keppni í dag.Romain Grjosean á Lotus klúðraði framúrakstri þegar hann var að hringa Will Stevens á Manor, þeir lentu í samstuði. Grosjean fékk að launum fimm sekúndna refsingu en náði þrátt fyrir það síðasta stigasætinu.Jenson Button á McLaren hætti keppni á hring 57. McLaren átti ekki góðan dag, hvorugur bíll liðsins komst í mark.Roberto Merhi á Manor hætti keppni undir lokin, þetta var fyrsta keppnin sem Manor nær ekki að ljúka. Baráttan innan Mercedes liðsins var búinn að malla alla keppnina og náði svo hámarki undir lok keppninnar. Rosberg hafði þurft að halda bremsunum köldum og Hamilton hafði þurft að spara eldsneyti. Bilið á milli Hamilton og Rosberg var búið að vera nálægt einni og hálfri sekúndu síðan um miðja keppni. Hamilton átti svör við öllum tilraunum Rosberg til að reyna að minnka bilið.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort af brautinni í Montreal ásamt öllum úrslitum helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 6. júní 2015 18:18 Wolff: Við sögðum Hamilton að vera áfram úti Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Lewis Hamilton ökumaður liðsins hafi átt stóran þátt í því að hið örlagaríka þjónustuhlé fór fram. 29. maí 2015 08:00 Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. 4. júní 2015 22:00 Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta. 1. júní 2015 22:30 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. 6. júní 2015 00:01 Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 6. júní 2015 18:41 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 6. júní 2015 18:18
Wolff: Við sögðum Hamilton að vera áfram úti Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Lewis Hamilton ökumaður liðsins hafi átt stóran þátt í því að hið örlagaríka þjónustuhlé fór fram. 29. maí 2015 08:00
Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. 4. júní 2015 22:00
Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta. 1. júní 2015 22:30
Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. 6. júní 2015 00:01
Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 6. júní 2015 18:41